Akureyringar fá bandarískan markvörð

Jessica Berlin.
Jessica Berlin. Ljósmynd/Þór/KA

Markvörðurinn Jessica Berlin er gengin til liðs við Þór/KA og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Berlin, sem er fædd árið 1999, kemur til félagsins frá Galway United á Írlandi þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Hún hefur einnig leikið með háskólaliði Norður-Karólínu og Seattle-háskólans á leikmannaferlinum.

Þór/KA hafnaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð með 34 stig, tveimur stigum minna en Víkingur úr Reykjavík sem hafnaði í þriðja sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert