Leifur Andri Leifsson, fyrirliði knattspyrnuliðs HK um árabil, hefur framlengt samning sinn við Kópavogsfélagið um eitt ár, eða til loka komandi keppnistímabils.
Leifur, sem er 35 ára gamall, hefur leikið með HK allan sinn feril og hefur spilað samtals á fimmta hundrað mótsleiki fyrir félagið, en hann er langleikjahæstur í sögu þess. Þar af eru 296 leikir í þremur efstu deildum Íslandsmótsins og af þeim eru 97 leikir í efstu dield.
Óvissa ríkti um framhaldið hjá honum eftir að HK féll úr Bestu deildinni í haust en nú liggur fyrir að hann spilar með liðinu í 1. deildinni í ár.