Verður áfram hjá bikarmeisturunum

Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn því …
Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn því þýska síðastliðið sumar. mbl.is/Arnþór

Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt Val.

Berglind Rós er 29 ára gamall miðjumaður sem bar fyrirliðabandið hjá Val þegar liðið varð bikarmeistari á síðasta tímabili.

Hún gekk til liðs við Val sumarið 2023 eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku þar sem hún lék með Örebro í Svíþjóð og Huelva á Spáni.

Alls á Berglind Rós 120 leiki að baki í efstu deild á Íslandi fyrir Val, Fylki og Aftureldingu, þar sem hún hefur skorað tíu mörk, og hún hefur samtals leikið 199 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis.

Hún á þá að baki 15 A-landsleiki og hefur skorað eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert