KSÍ minnist fyrrverandi formannsins

Ellert B . Schram ásamt fyrrverandi formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni …
Ellert B . Schram ásamt fyrrverandi formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, minntist Ellerts B. Schrams, fyrrverandi formanns sambandsins frá 1973 til 1989, á samfélagsmiðlum sínum í dag en hann lést í nótt, 85 ára að aldri.

Hann varð Íslandsmeistari í fótbolta með KR árin 1959, 1961, 1963, 1965 og 1968, og bikar­meist­ari 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966 og 1967. Hann var lengi marka­hæsti KR-ing­ur frá stofn­un fé­lags­ins, eða allt til 2019 er Óskar Örn Hauks­son sló metið.

Ell­ert lék 23 A-landsleiki á árunum 1959 til 1970, var sæmd­ur titl­in­um knatt­spyrnumaður árs­ins, 1965, 1969, 1970 og 1971, sat í stjórn knatt­spyrnu­deild­ar KR 1960-69 og var formaður síðustu tvö árin.

Hann var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og gull­merki KR, var heiðurs­formaður KSÍ, heiðurs­for­seti ÍSÍ og heiðurs­fé­lagi KR síðan 2019. Þá sat hann í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu, UEFA, frá 1982 til 1986 og  frá 1990 til 1994. Hann var einn af vara­for­set­um UEFA frá 1984 til 1986 og gegndi áhrifa­störf­um fyr­ir UEFA allt til ársins 2010.

„Hvíldu í friði,“ segir meðal annars í færslu KSÍ og sem lét hjarta fylgja með sem tjákn.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert