Spánverji í Úlfarsárdalinn

Isra García er genginn til liðs við Fram.
Isra García er genginn til liðs við Fram. Ljósmynd/Fram

Fram hefur samið við spænska knattspyrnumanninn Isra García um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili.

García er 26 ára gamall miðjumaður og kemur frá Barbastro í heimalandinu, sem leikur í fjórðu efstu deild.

Hann komst í heimsfréttirnar í upphafi þessa árs þegar hann bað kærustu sína, nú unnustu, um að giftast sér strax eftir að Barbastro tapaði 4:0 fyrir stórveldi Barcelona í spænska konungsbikarnum.

„Isra er sú týpa af leikmanni sem okkur finnst hafa vantað í Fram-liðið, hann er varnarsinnaður miðjumaður með góða sendingargetu og við vonumst til að hann smellpassi inn í okkar hugmyndafræði,“ sagði Rúnar Kristinsson í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert