Þórður Ingason hefur verið ráðinn markmannsþjálfari karlaliðs Aftureldingar í knattspyrnu.
Þórður, sem er 36 ára gamall, tekur við starfinu af Amir Mehica sem hefur ákveðið að róa á önnur mið eftir fjögurra ára starf, og hefur markvörðurinn reynslumikli þegar hafið störf.
Hann lék síðast með KFA og varð þar á undan tvívegis Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Víkingi úr Reykjavík.
Einnig hefur Þórður verið á mála hjá Everton, KR, BÍ/Bolungarvík og uppeldisfélagi sínu Fjölni.
„Afturelding býður Þórð hjartanlega velkominn í Mosfellsbæ og hlakkar til samstarfsins!“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Aftureldingar.