Vignir Snær Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vestra í knattspyrnu. Vignir Snær var síðast aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar en Arnar Páll Garðarsson hefur tekið við því starfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Stjörnunnar.
Þar kemur fram að Arnar Páll, sem hefur þjálfað kvennalið Álftaness, muni halda áfram í því starfi ásamt því að þjálfa yngri flokka Álftaness.
Vignir Snær tók við starfi aðstoðarþjálfara hjá Stjörnunni á síðasta tímabili og hefur áður þjálfað hjá Gróttu og KR.
Hann tekur nú við starfi aðstoðarþjálfara hjá Vestra, sem Daniel Osafo-Badu hafði sinnt frá árinu 2022.