Stjörnukonur fá liðstyrk

Jakobína Hjörvarsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá Breiðabliki.
Jakobína Hjörvarsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá Breiðabliki. Ljósmynd/Breiðablik

Stjarnan hefur fengið knattspyrnukonuna Jakobínu Hjörvarsdóttur á láni frá Breiðabliki út tímabilið.

Jakobína, sem er tvítug, varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðustu leiktíð en hún lék 10 leiki í deildar- og bikarkeppni með Breiðabliki.

Hún gekk til liðs við Breiðablik frá Þór/KA árið 2023 og hefur hún spilað 66 leiki í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hún að baki 29 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert