Breiðablik opnaði mótið með sigri

Berglind Björg Þorvalsdóttir er komin aftur í Breiðablik.
Berglind Björg Þorvalsdóttir er komin aftur í Breiðablik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik sigraði FH 4:2 í fyrsta leiknum í deildabikar kvenna í knattspyrnu í Skessunni í Hafnarfirði í dag.

 Birta Georgsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Edith Kristín Kristjánsdóttir skoruðu mörk Breiðabliks. 

Berglind kom til baka í Breiðablik í byrjun janúar og hefur leikið með liðinu stærst­an hluta fer­ils­ins en hún spilaði á síðasta tímabili með Val. 

 Hildur Katrín Snorradóttir og Unnur Thorarensen Skúladóttir skoruðu mörk FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert