Finnur Orri leggur skóna á hilluna

Finnur Orri Margeirsson í leik með FH.
Finnur Orri Margeirsson í leik með FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Finnur Orri Margeirsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 17 ár í efstu deild.

Finnur verður 34 ára í mars og hefur spilað síðustu þrjú tímabil með FH. Hann er uppalinn í Breiðabliki og varð bikarmeistari með félaginu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Hann á að baki 299 leiki í efstu deild hér á landi og er fimmti leikjahæstur í sögu deildarinnar. Þar af lék hann 158 leiki fyrir Breiðablik, 89 fyrir KR og 52 fyrir FH. Hann vantaði því aðeins einn leik til að verða sá fimmti frá upphafi til að spila 300 leiki í deildinni. Finnur skoraði eitt mark í deildinni, fyrir KR.

Finnur Orri er uppalin í Breiðabliki.
Finnur Orri er uppalin í Breiðabliki. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Tímabilið 2015 spilaði hann með Lilleström í norsku úr­vals­deild­inni þar sem hann lék 27 af 30 leikj­um liðsins. Hann gekk til liðs við KR þegar hann kom heim og spilaði þar frá 2016-2020 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2019 áður en hann fór aftur til Breiðabliks. 

Finnur Orri Margeirsson.
Finnur Orri Margeirsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert