Bandaríska knattspyrnukonan Katie Cousins hefur yfirgefið herbúðir bikarmeistara Vals eftir eitt tímabil með liðinu.
Fótbolti.net greinir frá og fullyrðir Vísir auk þess að Cousins sé þegar búin að samþykkja tveggja ára samning hjá Þrótti í Reykjavík, sem hún lék með tímabilin 2021 og 2023.
Valur hafi reynt að endursemja við Cousins en ekki tekist það.
Cousins er 28 ára miðjumaður sem hefur verið á meðal bestu leikmanna efstu deildar hér á landi undanfarin ár. Alls á hún að baki 58 leiki í efstu deild, þar sem Cousins hefur skorað 13 mörk.