Knattspyrnumaðurinn Kristófer Orri Pétursson er genginn til liðs við KR frá uppeldisfélagi sínu Gróttu. Skrifaði hann undir eins árs samning.
Kristófer Orri, sem er 26 ára miðjumaður, var fyrirliði Gróttu á síðasta tímabili og á alls að baki 154 leiki fyrir liðið í þremur efstu deildum Íslands, þar sem hann hefur skorað 15 mörk.
Þar af lék Kristófer Orri 18 leiki í efstu deild árið 2020. Tímabilin tvö á undan lék hann undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara KR.