Anton Logi snýr heim í Breiðablik

Anton Logi Lúðvíksson.
Anton Logi Lúðvíksson. mbl.is/Óttar

Anton Logi Lúðvíksson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu á nýjan leik. 

Anton kemur frá norska félaginu Haugesund en hann var fenginn fyrir síðustu leiktíð af Óskari Hrafn Þorvaldssyni sem hætti með liðið eftir nokkra leiki. Anton fékk lítið að spila eftir að Óskar hætti. 

Anton, sem verður 22 á árinu, á að baki 34 leiki í efstu deild með Breiðabliki þar sem hann hefur skorað fjögur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert