Katla María Þórðardóttir, knattspyrnukona frá Keflavík, er gengin til liðs við FH en hún lék með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Katla er miðju- eða varnarmaður, verður 24 ára í næstu viku, og spilaði alla 26 leiki Örebro í deildinni á árinu 2024 og skoraði eitt mark.
Hún lék með Keflavík til ársins 2019 en síðan með Fylki í tvö ár og svo með Selfyssingum í tvö ár.
Samtals hefur Katla leikið 79 leiki í efstu deild hér á landi og skoraði fjögur mörk. Hún á einn A-landsleik að baki, þrjá leiki með U23 ára landsliðinu og 38 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Katla samdi við FH-inga til tveggja ára.
Katla María Þórðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fimleikafélagið ✍️
— FHingar (@fhingar) February 6, 2025
Katla María sem er 23 ára, getur bæði leyst hlutverk miðju eða varnarmanns. Hún kemur frá Örebro í Svíþjóð og bindum við miklar vonir við hana á komandi tímabili!
Velkomin Katla María 🤝 pic.twitter.com/hECzAmPAzr