Frá Örebro til Hafnarfjarðar

Katla María Þórðardóttir lék með Fylki í tvö ár.
Katla María Þórðardóttir lék með Fylki í tvö ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katla María Þórðardóttir, knattspyrnukona frá Keflavík, er gengin til liðs við FH en hún lék með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Katla er miðju- eða varnarmaður, verður 24 ára í næstu viku, og spilaði alla 26 leiki Örebro í deildinni á árinu 2024 og skoraði eitt mark.

Hún lék með Keflavík til ársins 2019 en síðan með Fylki í tvö ár og svo með Selfyssingum í tvö ár. 

Samtals hefur Katla leikið 79 leiki í efstu deild hér á landi og skoraði fjögur mörk. Hún á einn A-landsleik að baki, þrjá leiki með U23 ára landsliðinu og 38 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Katla samdi við FH-inga til tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert