Gunnhildur eltir eiginkonuna til Kanada

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með Stjörnunni.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með Stjörnunni. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við kanadíska félagið Halifax Tides. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins en Gunnhildur gengur í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni. 

Gunnhildur verður þar með konu sinni Erin McLeod en hún er einnig á mála hjá félaginu eftir að hafa kvatt Stjörnuna í haust. Liðið leikur í kanadísku úrvalsdeildinni en það er ný atvinnudeild sem var stofnuð í vetur og fer af stað í fyrsta skipti í apríl.

Gunnhildur Yrsa er þaulreynd landsliðskona sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið sumarið 2022. Hún var í barneignafríi 2024 og lék ekkert með Stjörnunni.

Gunnhildur á 335 deildaleiki að baki á ferlinum, heima og erlendis, og er fimmta leikjahæsta knattspyrnukona Íslands. Þá lék hún 102 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert