HK keypti Þorstein af Val

Þorsteinn Aron Antonsson stekkur hæst í leik með HK gegn …
Þorsteinn Aron Antonsson stekkur hæst í leik með HK gegn Fram síðasta haust. mbl.is/Ólafur Árdal

Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson mun leika áfram með HK en Kópavogsfélagið hefur gengið frá kaupum á honum frá Val og samið við hann til þriggja ára.

Þorsteinn, sem er 21 árs gamall varnarmaður frá Selfossi, kom til HK fyrir síðasta tímabil í láni frá Val og var í stóru hlutverki í varnarleik liðsins í Bestu deildinni.

Hann lék 22 leiki í deildinni og skoraði þrjú mörk, sem öll voru sigurmörk í þremur leikjum HK gegn Fram.

Þorsteinn lék um skeið með unglingaliðum enska félagsins Fulham og á að baki 21 leik með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert