Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti hópinn fyrir leikina tvo gegn Sviss og Frakkland í A-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum.
Meðal þeirra sem eru í hópnum eru Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers, en þær hafa verið frá keppni með félagsliðum sínum undanfarið.
Þorsteinn sagði á bæaðamannafundi í dag að Amanda væri enn tæp vegna meiðsla, og það væri eina spurningarmerkið.
Hann vonast þó til að hún geti spilað leikina tvo.