Selfyssingar fá bikarmeistara

Harley Willard í leik með KA.
Harley Willard í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Breski knattspyrnumaðurinn Harley Willard er genginn til liðs við Selfoss. 

Willard, sem er 27 ára miðjumaður, kemur til Selfoss frá KA þar sem hann hefur verið undanfarin tvö ár og varð bikarmeistari með Akureyrarliðinu á síðasta tímabili.

Willard kom fyrst til Íslands árið 2019 og lék þá með Víkingi Ólafsvík. Hann gekk í raðir Þórs sumarið 2022 og skoraði ellefu mörk í 22 deildarleikjum. Eftir það tímabil fór hann til KA. 

Alls á Willard að baki 131 deildarleik hér á landi og hefur skorað 43 mörk. Þar af eru 47 leikir og fimm mörk með KA í Bestu deildinni.

Hann ólst upp hjá Southampton á Englandi og lék síðan með þremur enskum utandeildaliðum, með Hässleholm í Svíþjóð og Sway Rieng í Kambódíu áður en leiðin lá til Ólafsvíkur.

Selfoss er nýliði í 1. deildinni en liðið vann sannfærandi sigur í 2. deild á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert