Sex fjarverandi í Finnlandi

Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen verða báðir í leikbanni …
Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen verða báðir í leikbanni í fyrri leiknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík verður án sex leikmanna þegar liðið mætir gríska stórliðinu Panathinaikos í fyrri leik þeirra í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Helsinki í Finnlandi í næstu viku.

Fótbolti.net greinir frá því að Róbert Orri Þorkelsson, Gunnar Vatnhamar, Atli Þór Jónasson og Pablo Punyed verði allir frá vegna meiðsla.

Róbert Orri tognaði í 2:0-sigri Víkings á HK í deildabikarnum í gærkvöldi, Gunnar er meiddur á hné, Atli Þór er að glíma við meiðsli og Pablo er enn að jafna sig á krossbandsslitum í hné.

Þá verða þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen ekki með þar sem þeir taka báðir út leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert