Stórkostleg mörk Víkinga í snjónum (myndskeið)

Danijel Dejan Djuric og Daníel Hafsteinsson, sem eru nú samherjar, …
Danijel Dejan Djuric og Daníel Hafsteinsson, sem eru nú samherjar, skoruðu glæsileg mörk Víkings. mbl.is/Óttar

Daníel Hafsteinsson og Danijel Dejan Djuric skoruðu báðir stórglæsileg mörk fyrir Víking úr Reykjavík þegar liðið lagði HK að velli, 2:0, í fyrstu umferð riðils 3 í deildabikarnum í knattspyrnu á Víkingsvelli í gærkvöldi.

Daníel braut ísinn á 65. mínútu með mögnuðu skoti á lofti fyrir utan vítateig og Danijel Dejan tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar með glæsilegu skoti, einnig fyrir utan teig, sem söng uppi í samskeytunum fjær.

Víkingur og HK létu ekki erfiðar aðstæður á sig fá en Víkingsvöllur var snævi þakinn á meðan leiknum stóð. Mörkin glæsilegu má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert