Þorsteinn: Leikmenn tjá sig á mismunandi hátt

Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson.
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, segir ekkert vandamál vera á milli sín og þaulreyndu landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur.

Dagný var í fyrsta sinn valin í landsliðshópinn eftir að hafa eignast sitt annað barn. Hún gangrýndi Þorsteinn í breskum fjölmiðlum fyrir að hafa ekki valið hann í síðasta landsliðsverkefni.

Leikmenn tjá sig á mismunandi hátt

Þorsteinn setur ekkert út á hvernig leikmenn tjá sig og segir ekkert illt vera á milli hans og Dagnýjar. 

„Fullt af leikmönnum eru ósáttir við að vera ekki í landsliðinu og þeir tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala við mig aðrir, eins og Dagný, fara í fjölmiðla og eru tilbúnir til að opinbera þetta þar. 

Ég set ekkert út á það þegar leikmenn gagnrýna mig fyrir að velja þá ekki í landsliðið. Það er þeirra skoðun og þeir hafa rétt á því. 

Það er partur af því að vera í þessu starfi, að taka við gagnrýni. Við Dagný áttum samtöl núna og það er ekkert vandamál okkar á milli. 

Hún kemur inn núna og verður vonandi fersk og sterkt. Það er mín ósk og mín trú,“ sagði Þorsteinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert