KA vann nauman sigur á 1. deildarliði Njarðvíkur, 1:0, þegar liðin mættust í deildabikar karla í fótbolta í Reykjaneshöllinni í dag.
Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði sigurmark Akureyrarliðsins á 71. mínútu leiksins og KA er komið með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í keppninni.
Þetta var fyrsti leikur Njarðvíkinga í mótinu en Fram, Fylkir, Breiðablik og Völsungur eru með þessum liðum í riðli.