Arnar: Munum spila allt öðruvísi fótbolta

„Ég er hrikalega spenntur að hitta strákana,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn landsliðsþjálfari þann 15. janúar eftir að hafa stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari undir stjórn Arnars og fjórum sinnum bikarmeistari.

Stuttur tími með leikmönnunum

Fyrsti leikur Arnars með liðið verður gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars.

„Þú færð stuttan tíma með leikmönnunum, sem er mjög skemmtileg áskorun, og allt öðruvísi en maður er vanur hjá félagsliðunum,“ sagði Arnar.

„Ég get alveg sagt þér það núna að við munum spila allt öðruvísi fótbolta en hjá Åge og jafnvel eitthvað lengra aftur í tímann.

Þetta verður áskorun fyrir leikmennina líka og ég set þá kröfu á þá að þeir leggi sig fram við kynnast mér og minni taktík,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert