Börkur Edvardsson verður sjálfkjörinn í stjórn KSÍ á ársþingi sambandsins 22. febrúar næstkomandi.
Unnar Stefán Sigurðsson býður sig ekki fram til endurkjörs og mun Börkur taka sætið hans þar sem önnur framboð bárust ekki.
Varaformaðurinn Helga Helgadóttir og stjórnarfólkið Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir bjóða sig fram til endurkjörs.
Börkur þekkir íslenskan fótbolta afar vel en hann var formaður knattspyrnudeildar Vals frá 2003 og þar til hann hætti seinni hluta síðasta árs. Í formannstíð hans varð Valur 14 sinnum Íslandsmeistari og tíu sinnum bikarmeistari.