Lausir úr félagaskiptabanni FIFA

Jesús Yendis í leik með Frömurum árið 2022.
Jesús Yendis í leik með Frömurum árið 2022. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fram er laust úr félagaskiptabanninu sem Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA úrskurðaði félagið í á dögunum.

Þetta kemur fram á heimasíðu FIFA en Framarar voru úrskurðaðir í bannið vegna vangoldinna launa til Jesús Yendis frá Venesúela sem lék með liðinu árið 2022.

Yendis yfirgaf Framara þegar tveir mánuðir voru eftir af samningi hans við félagið en félagið hefur nú gert upp allar sínar skuldir við Yendis og er því laust úr banninu.

Grótta var annað íslenska félagið sem var einnig úrskurðað í félagaskiptabann af FIFA og er bann Seltirninga enn þá í gildi samkvæmt heimasíðu FIFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert