Samdi við Grindvíkinga

Frá leik Grindavíkur og Fjölnis á síðustu leiktíð.
Frá leik Grindavíkur og Fjölnis á síðustu leiktíð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Stefán Óla Hallgrímsson og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.

Stefán lék með Víkingi frá Ólafsvík á síðustu leiktíð og lék átta leiki í 2. deild. Hann er fæddur árið 2002 og er uppalinn hjá Völsungi.

Hann hefur einnig spilað með Einherja. Grindavík leikur í 1. deild á komandi tímabili en Stefán hefur aldrei leikið ofar en í 2. deild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert