Þrjú systrapör í sama liði

Anna og Brynja Arnarsdætur, Anita Lind Daníelsdóttir og Salóme og …
Anna og Brynja Arnarsdætur, Anita Lind Daníelsdóttir og Salóme og Thelma Sif Róbertsdætur saman í leikslok. Ljósmynd/Keflavík

Þrjú systrapör spiluðu fyrir Keflavík er liðið mætti Breiðabliki í deildabikar kvenna í fótbolta fyrir rúmri viku. Keflavík vakti í gær athygli á staðreyndinni á Facebook-síðu sinni.

Aníta Lind og Eva Lind Daníelsdætur, Salóme Kristín og Telma Sif Róbertsdætur og Anna og Bryna Arnarsdætur léku allar með Keflavík.

Fimm af systrunum má sjá á meðfylgjandi mynd en Eva Lind meiddist í leiknum og var farin á sjúkrahús þegar flautað var af.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert