Blikinn lánaður til Skagamanna

Jón Sölvi Símonarson verður hjá Skagamönnum út tímabilið.
Jón Sölvi Símonarson verður hjá Skagamönnum út tímabilið. Ljósmynd/ÍA

Markvörðurinn ungi Jón Sölvi Símonarson hefur verið lánaður frá Breiðabliki og til ÍA út komandi tímabil.

Jón Sölvi, sem er 17 ára gamall, hefur ekki leikið keppnisleik með meistaraflokki en hann á samanlagt tólf leiki með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Hann er efnilegur markvörður sem hefur m.a. farið á reynslu til Midtjylland í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert