Búist við um 500 áhorfendum í Helsinki

Leikið er á Bolt Arena í Helsinki, heimavelli HJK, sem …
Leikið er á Bolt Arena í Helsinki, heimavelli HJK, sem tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur. Aðeins aðalstúkan verður opin. Ljósmynd/HJK

Reikna má með um það bil 500 áhorfendum á heimaleik Víkings gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í fótbolta sem fer fram á Bolt Arena, heimavelli HJK í Helsinki, á fimmtudagskvöldið.

Víkingar staðfestu í gær að fyrir lægi að í það minnsta um 250 stuðningsmenn þeirra færu til Finnlands og von væri á um 200 stuðningsmönnum gríska félagsins, eftir að Panathinaikos bað upphaflega um 800 miða á leikinn.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is frá Helsinki er ekki reiknað með að margir heimamenn leggi leið sína á völlinn. Miðaverðið sé þó hagstætt, aðeins séu til sölu miðar í aðalstúku vallarins og þeir kosti 20 evrur, um 3.000 krónur, sem sé lægra en á heimaleikjum HJK.

Spáð er fjögurra stiga frosti í Helsinki á fimmtudagskvöldið og um fimm metra vindi á sekúndu og því er æskilegt að vera með kuldagalla í farangrinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert