Úr sænsku úrvalsdeildinni í KA

Jonathan Rasheed er kominn til KA frá Värnamo í Svíþjóð.
Jonathan Rasheed er kominn til KA frá Värnamo í Svíþjóð. Ljósmynd/Värnamo

Knattspyrnumarkvörðurinn Jonathan Rasheed er kominn til KA frá Värnamo í Svíþjóð. Kemur hann til KA á frjálsri sölu. Markvörðurinn er fæddur í Svíþjóð en er með norskt og sænskt ríkisfang.

Rasheed er 33 ára gamall og mun veita Steinþóri Má Auðunssyni samkeppni um markvarðarstöðuna hjá KA-mönnum. 

Hann hefur leikið 47 leiki í efstu deild Svíþjóðar og 40 leiki í sænsku B-deildinni. Hann spilaði 14 leiki fyrir Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

KA varð bikarmeistari síðasta haust og leikur í Sambandsdeild Evrópu á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert