Óli Valur með þrennu í stórsigri Blika

Óli Valur Ómarsson skoraði þrennu fyrir sína menn í dag.
Óli Valur Ómarsson skoraði þrennu fyrir sína menn í dag. Ljósmynd/Breiðablik

Fjór­ir leik­ir fóru fram í deilda­bik­ar karla í fót­bolta í dag. Þar ber hæst að nefna að Óli Val­ur Ómars­son gerði þrennu fyr­ir Breiðablik í stór­sigri á Völsungi og þá tapaði Fram óvænt fyr­ir Njarðvík.

Breiðablik - Völsung­ur 6:0

1:0 - Arn­ór Gauti Jóns­son ('6)
2:0 - Óli Val­ur Ómars­son ('10)
3:0 - Krist­inn Stein­dórs­son ('16)
4:0 - Val­geir Val­geirs­son ('23)
5:0 - Óli Val­ur Ómars­son ('54)
6:0 - Óli Val­ur Ómars­son ('85)

Breiðablik gerði sér lítið fyr­ir og vann Völsung með sex mörk­um gegn engu. Óli Val­ur Ómars­son gerði þrennu fyr­ir Blika og þá skoruðu Arn­ór Gauti Jóns­son, Krist­inn Stein­dórs­son og Val­geir Val­geirs­son eitt mark hver.

Eft­ir leik­inn er Breiðablik á toppi riðils tvö með sjö stig eft­ir fjóra leiki en Völsung­ur er í neðsta sæti með eitt stig eft­ir þrjá leiki.

Fylk­ir - KA 1:1

0:1 - Viðar Örn Kjart­ans­son ('45)
1:1 - Guðmund­ur Tyrf­ings­son ('58)

Fylk­ir og KA gerðu þá jafn­tefli, 1:1, í dag en liðin leika einnig í riðli tvö.

Viðar Örn Kjart­ans­son kom KA í for­ystu en Guðmund­ur Tyrf­ings­son jafnaði fyr­ir Fylk­is­menn. Liðin eru jöfn að stig­um með fimm stig í 3. og 4. sæti riðils­ins.

Fram - Njarðvík 1:2

0:1 - Oum­ar Di­ouck ('3)
1:1 - Ró­bert Hauks­son ('32)
1:2 - Frey­steinn Ingi Guðna­son ('83)

Þá mætt­ust Fram og Njarðvík í riðli tvö í dag og endaði leik­ur­inn með óvænt­um sigri Njarðvík­inga, 2:1.

Oum­ar Di­ouck og Frey­steinn Ingi Guðna­son skoruðu mörk Njarðvík­inga í dag en mark Fram skoraði Ró­bert Hauks­son.

Fram er í öðru sæti riðils­ins með sex stig en Njarðvík er í fimmta sæti með þrjú stig.

Fjöln­ir - Vestri 1:3

0:1 - Elm­ar Atli Garðars­son ('47)
0:2 - Silas Dyl­an Song­ani ('57)
0:3 - Vla­dimir Tufegdzic (´85)
1:3 - Máni Aust­mann Hilm­ars­son ('90)

Þá mætt­ust Fjöln­ir og Vestri í riðli eitt í dag og endaði leik­ur­inn með sann­fær­andi sigri Vestra, 3:1.

Elm­ar Atli Garðars­son, Silas Dyl­an Song­ani og Vla­dimir Tufegdzic gerðu mörk Vestra en mark Fjöln­is skoraði Máni Aust­mann Hilm­ars­son.

Eft­ir leik­inn er Vestri í fjórða sæti riðils eitt með fjög­ur stig en Fjöln­ir er í neðsta sæti án stiga.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert