Vonbrigði hversu seint þetta greindist

Glídís Perla Viggósdóttir, Diljá Ýr Zomers og Þorsteinn Halldórsson.
Glídís Perla Viggósdóttir, Diljá Ýr Zomers og Þorsteinn Halldórsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í knatt­spyrnu og leikmaður Leu­ven í Belg­íu, glím­ir um þess­ar mund­ir við meiðsli sem hafa haldið henni lengi frá keppni og munu gera enn um sinn þar sem álags­brot í rist greind­ist seint og um síðir.

„Auðvitað voru það von­brigði að þetta grein­ist svona seint, að það hafi komið svona seint í ljós hvað þetta raun­veru­lega var. Ef allt væri eðli­legt væri hún klár í dag ef þetta hefði verið greint rétt í byrj­un.

Það voru ákveðin von­brigði með það,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son landsliðsþjálf­ari á frétta­manna­fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­dal í dag.

Fær ekki lang­an tíma inni á vell­in­um

Í sam­tali við Fót­bolta.net í síðustu viku skýrði Dilja Ýr frá því að hún hafi verið búin að vera í end­ur­hæf­ingu vegna meiðsla í átta vik­ur þegar loks kom í ljós að bein í rist­inni væri brotið.

„Þetta tek­ur ein­hvern tíma og hún fær ekk­ert lang­an tíma inni á vell­in­um með Leu­ven þangað til þær fara í sum­ar­frí. Það eru ákveðin von­brigði hvernig þess­ir hlut­ir fóru með hana.

Hún verður ör­ugg­lega orðin frísk fyr­ir EM en svo er það hin spurn­ing­in, hversu marg­ar mín­út­ur hún er með und­ir belt­inu og hversu til­bú­in hún verður til að spila á hæsta stigi,“ bætti Þor­steinn við.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert