Getum ekki fengið þannig mörk á okkur

Hákon Rafn Valdimarsson á fleygiferð í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn Valdimarsson á fleygiferð í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Þetta var ágæt­is frammistaða,“ sagði Há­kon Rafn Valdi­mars­son, markvörður ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir 2:1-tap liðsins gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í um­spili Þjóðadeild­ar­inn­ar í Prist­ína í Kósóvó í kvöld.

Síðari leik­ur liðanna fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag­inn kem­ur en sig­ur­veg­ar­inn í ein­víg­inu leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á næsta keppn­is­tíma­bili en tapliðið fell­ur í C-deild­ina.

„Við vor­um að reyna nýja hluti sem gengu ágæt­lega inn á milli en svo lent­um við í smá brasi með þá líka. Press­an er eitt­hvað sem við þurf­um að skoða en eins og ég sagði áðan vor­um við að reyna nýja hluti og það tek­ur tíma,“ sagði Há­kon Rafn.

Gekk stund­um vel

Leik­ur­inn var kafla­skipt­ir hjá ís­lenska liðinu og tók Há­kon und­ir það.

„Það er al­veg hægt að segja það. Þegar allt var að virka hjá okk­ur gekk þetta vel en þegar hlut­irn­ir gengu ekki vel þá vor­um við opn­ir. Við lög­um það fyr­ir næsta leik og mæt­um sterk­ir til leiks. Kósóvarn­ir voru góðir en við eig­um eig­um góða mögu­leika á því að vinna þá og við mun­um gera það á Spáni.“

Pirr­andi mörk að fá á sig

Há­kon fékk á sig tvö mörk í kvöld og gat lítið gert í þeim báðum.

„Þetta voru frek­ar pirr­andi mörk að fá á sig. Bæði skot­in fara í geng­um klofið á varn­ar­mann­in­um og fyrsta markið sem við fáum á okk­ur kem­ur eft­ir fast leik­atriði. Við get­um ekki fengið þannig mörk á okk­ur, svo ein­falt er það. Við þurf­um samt að spila bet­ur, það er klárt mál,“ sagði Há­kon í sam­tali við mbl.is.

Albert Guðmundsson í baráttunni í kvöld.
Al­bert Guðmunds­son í bar­átt­unni í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert