Tap í fyrsta leik Arnars

Ísland mátti þola tap gegn Kósóvó, 2:1, í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta í Prist­ína, höfuðborg Kósóvó, í kvöld. Seinni leik­ur­inn fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag.

Íslenska liðið byrjaði ágæt­lega, hélt bolt­an­um vel inn­an liðsins fyrstu mín­út­urn­ar og spilaði hon­um vel með jörðinni.

Heima­menn áttu hins veg­ar fyrstu tvær til­raun­irn­ar eft­ir rúm­lega tíu mín­útna leik en voru víðsfjarri með skot­um langt fyr­ir utan teig.

Íslenskir áhorfendur í Pristína í kvöld.
Íslensk­ir áhorf­end­ur í Prist­ína í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Hinum meg­in gekk ís­lenska liðinu illa að skapa sér opin færi. Guðlaug­ur Victor Páls­son átti hættu­lega fyr­ir­gjöf á 18. mín­útu en bolt­inn endaði í fang­inu á Arija­net Muric í marki Kósóvó.

Örskömmu síðar, eða á 19. mín­útu, komst Kósóvó yfir er Lumb­ar­dh Dellova skoraði með hnit­miðuðu skoti eft­ir að Íslandi mistókst klaufa­lega að koma bolt­an­um í burtu eft­ir fyr­ir­gjöf frá hægri.

Ísland jafnaði hins veg­ar aðeins þrem­ur mín­út­um síðar þegar Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son átti fal­lega stungu­send­ingu á Orra Stein Óskars­son sem fór glæsi­lega fram­hjá Muric og af­greiddi bolt­ann ein­stak­lega vel í fjær­hornið úr þröngu færi.

Orri Steinn Óskarsson fer framhjá markverði Kósóvó og augnabliki síðar …
Orri Steinn Óskars­son fer fram­hjá markverði Kósóvó og augna­bliki síðar hafði hann jafnað, 1:1. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Orri Steinn og Al­bert Guðmunds­son áttu síðan báðir ágæt­ar til­raun­ir utan teigs í kjöl­farið en þá fór bolt­inn beint Muric í mark­inu.

Heima­menn sköpuðu sér næsta færi á 43. mín­útu en þá átti Vedat Muriqi hættu­leg­an skalla að marki en Há­kon Rafn Valdi­mars­son var vel staðsett­ur í mark­inu og gerði vel í að verja og Donat Rrudh­an setti bolt­ann yfir í kjöl­farið.

Reynd­ist það síðasta færið í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 1:1, þegar liðin gengu til bún­ings­klefa eft­ir fyrri hálfleik.

Íslensku leikmennirnir fagna jöfnunarmarki Orra Steins Óskarssonar.
Íslensku leik­menn­irn­ir fagna jöfn­un­ar­marki Orra Steins Óskars­son­ar. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Heima­menn byrjuðu seinni hálfleik­inn bet­ur og fóru fyrstu tíu mín­út­ur hans nær ein­göngu fram á vall­ar­helm­ingi Íslands. Amir Rra­hmani átti hættu­leg­an skalla að marki á 57. mín­útu en Há­kon Rafn var vel á verði.

Hann kom hins veg­ar eng­um vörn­um við á 58. mín­útu þegar El­vis Rexh­becaj skilaði bolt­an­um í stöng og inn með góðu skoti eft­ir að Há­kon Arn­ar missti bolt­ann á hættu­leg­um stað.

Orri Steinn var ná­lægt því að jafna aft­ur á 69. mín­útu er hann náði lúmsku skoti í teign­um en Muric gerði mjög vel í að verja frá hon­um. Var það fyrsta til­raun Íslands í seinni hálfleik.

Orri Steinn Óskarsson fyrirliði fremstur í upphitun í kvöld.
Orri Steinn Óskars­son fyr­irliði fremst­ur í upp­hit­un í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Varamaður­inn Jón Dag­ur Þor­steins­son komst ná­lægt því að jafna á 81. mín­útu er hann dansaði með bolt­ann í teign­um og bjó sér til færi en skotið var ekki nægi­lega gott og bolt­inn beint á Muric.

Andri Lucas Guðjohnsen fékk annað gott færi á 85. mín­útu er hann komst nán­ast einn gegn Muric eft­ir send­ingu Orra en markvörður­inn bjargaði með tæk­lingu á síðustu stundu.

Nær komst ís­lenska liðið ekki og þarf að treysta á sig­ur í Murcia eft­ir þrjá daga.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kó­sovó 2:1 Ísland opna loka
skorar Lumbardh Dellova (19. mín.)
skorar Elvis Rexhbecaj (58. mín.)
Mörk
skorar Orri Steinn Óskarsson (22. mín.)
fær gult spjald Valon Berisha (38. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Aron Einar Gunnarsson (44. mín.)
fær gult spjald Logi Tómasson (59. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið í Pristína og Kósóvó fagnar sigri, 2:1. Ekki besti leikur íslenska liðsins og liðið þarf að spila miklu betur ef það ætlar sér að vinna síðari leikinn í Murcia á sunnudaginn kemur.
90
+4 mínútur í uppbótartíma.
89 Þórir Jóhann Helgason (Ísland) kemur inn á
89 Mikael Egill Ellertsson (Ísland) fer af velli
89 Lindon Emërllahu (Kósovó) kemur inn á
89 Vedat Muriqi (Kósovó) fer af velli
89 Albion Rrahmani (Kósovó) kemur inn á
88 Milot Rashica (Kósovó) fer af velli
85
FÆRI! Andri Lucas að sleppa í gegn en Muric kemur út á móti og nær að setja fótinn í boltinn!
83 Milot Rashica (Kósovó) á skot framhjá
FÆRI! Rashica meðf rítt skot í teignum eftir hræðilegan sofandahátt í öftustu víglínu hjá íslenska liðinu en boltinn framhjá.
81 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Jón Dagur fer illa með varnarmenn Kósóva, kemur sér inn á teiginn og á þrumuskot sem fer beint á Muric í markinu!
80 Fidan Aliti (Kósovó) kemur inn á
80 Mërgim Vojvoda (Kósovó) fer af velli
77 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) á skot sem er varið
Orri með fast skot, rétt utan teigs, sem Muric ver en nær ekki að halda en hann nær að kasta sér á boltann á endanum.
75
Kósóvar koma boltanum í netið eftir skógarhlaup hjá Hákoni Rafni en sem betur fer er dæmd hendi á Rrahmani.
73
Skiptingarnar hafa aðeins hleypt lífi í íslenska liðið en liðinu gengur illa að skapa sér marktækifæri samt serm áður.
68 Ísland fær hornspyrnu
Kósóvar hreinsa.
68 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) á skot yfir
DAUÐAFÆRI! Hákon með laglega sendingu á Orra sem nær góðu en lausu skoti á markið sem Muric ver frábærlega!
65 Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) kemur inn á
65 Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) fer af velli
65 Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland) kemur inn á
65 Logi Tómasson (Ísland) fer af velli
65 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) kemur inn á
65 Albert Guðmundsson (Ísland) fer af velli
64 Milot Rashica (Kósovó) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Rashica sleppur einn í gegn en Hákon ver meistaralega frá honum! Boltinn fer svo af Aroni Einari og í hendurnar á Hákoni.
59 Logi Tómasson (Ísland) fær gult spjald
Gult fyrir mótmæli.
58 MARK! Elvis Rexhbecaj (Kósovó) skorar
2:1 - KÓSÓVAR SKORA! Hákon Arnar tapar boltanum á skelfilegum stað og Rexhbecaj á skot, rétt fyrir utan, og boltinn fer í stöngina og inn!
57 Amir Rrahmani (Kósovó) á skalla sem er varinn
Rrahmani með skallann eftir hornspyrnuna en Hákon er mættur í hornið og grípur boltann.
57 Kósovó fær hornspyrnu
55
Muriqi sloppinn í gegn og á skot sem Hákon ver en sem betur fer var hann rangstæður.
52 Kósovó fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
51 Leart Paqarada (Kósovó) á skot framhjá
Paqarada með skot sem Aron Einar er mjög nálægt því að setja í eigið mark þegar hann reynir að hreinsa frá.
51 Kósovó fær hornspyrnu
47 Ermal Krasniqi (Kósovó) á skot yfir
Krasniqi með hörkuskot, utarlega í teignum, en boltinn yfir markið.
46 Kósovó fær hornspyrnu
46 Vedat Muriqi (Kósovó) á skalla sem fer framhjá
FÆRI! Muriqi með hörkuskalla en Guðlaugur Victor nær að trufla hann og boltinn fer rétt framhjá.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað og það eru Kósóvar sem byrja með boltann.
46
Tvöföld skipting hjá Kósóvum í hálfleik.
46 Vesel Demaku (Kósovó) kemur inn á
46 Valon Berisha (Kósovó) fer af velli
46 Emir Sahiti (Kósovó) kemur inn á
46 Donat Rrudhani (Kósovó) fer af velli
45 Hálfleikur
Hálfleikur í Pristínu og staðan er jöfn, 1:1. Bæði lið fengið sín færi og gætu hæglega verið búin að skora fleiri mörk.
44 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) fær gult spjald
Groddaraleg tækling hjá Aroni sem var að stöðva skyndisókn.
43 Kósóvó (Kósovó) á skot yfir
...boltinn dettur dauður í teignum en sem betur fer setja Kósóvar boltann yfir!
43 Vedat Muriqi (Kósovó) á skalla sem er varinn
DAUÐAFÆRI! Muriqi með frían skalla í teignum en Hákon Arnar ver virkilega vel...
42 Kósovó fær hornspyrnu
41
Sverrir Ingi með hræðilega sendingu til baka en Aron Einar kemur boltanum á Hákon Rafn sem hreinsar í innkast.
40 Ísland (Ísland) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Orri sleppur í gegn og á skot sem Muric ver en hann er svo dæmdur rangstæður þannig að þetta hefði ekki talið.
38 Valon Berisha (Kósovó) fær gult spjald
Hangir aftan í Hákoni og verður í leikbanni í seinni leiknum.
37
Logi kominn í frábæra stöðu, úti vinstra megin, en fyrirgjöfin afleit og þetta endar fyrir aftan endamörk.
34
Rólegt yfir þessu þessa stundina. Kósóvar aðeins meira með boltann en eru ekki að skapa sér neitt.
29
Íslenska liðið miklu öruggara í uppspilinu eftir þetta mark og augljóst að liðinu líður talsvert betur núna en í upphafi leiks.
24 Albert Guðmundsson (Ísland) á skot sem er varið
Núna er það Albert sem lætur vaða utan teigs en aftur er Muric vel staðsettur og ver þetta vel.
23 Orri Steinn Óskarsson (Ísland) á skot sem er varið
Orri Steinn lætur vaða, með vinstri færi, vel fyrir utan en Muric vel staðsettur og ver þetta vel.
22 MARK! Orri Steinn Óskarsson (Ísland) skorar
1:1 - ÍSLAND SVARAR STRAX! Ísak Bergmann gerir frábærlega, fer framhjá miðjumanni Kósovó og á frábæra stungusendingu beint á Orra. Orri sleppur einn í gegn, fer framhjá Muric og leggur boltann í netið!
19 MARK! Lumbardh Dellova (Kósovó) skorar
1:0 - KÓSOVÓ skorar! Sverrir Ingi gefur aukaspyrnu á hægri kantinum. Guðlaugur Victor skallar frá og eftir smá darraðadans í teignum berst boltinn á Dellova sem á lúmskt og hnitmiðað skot, rétt utan teigs, og boltinn syngur í nærhorninu. Óverjandi fyrir Hákon sem sá boltann mjög seint.
18
FÆRI! Kósóvar við það að sleppa í gegn en varnarmenn Íslands bjarga á síðustu stundu og Ísak kemur boltanum í burtu á síðustu stundu.
17
FÆRI! Guðlaug Victor vinnur boltann djúpt á vallarhelmingi Kósovó en sendingin slök og endar í höndunum á Muric.
12 Lumbardh Dellova (Kósovó) á skot framhjá
Núna er það Dellova sem lætur vaða fyrir utan en boltinn langt framhjá.
11 Milot Rashica (Kósovó) á skot yfir
Rashica með hörkuskot, rétt utan teigs, en boltinn allan tímann á leiðinni yfir markið.
10
Íslenska liðið meira með boltann þessar fyrstu mínútur án þess þó að skapa sér eitthvað.
5 Ísland fær hornspyrnu
Kósóvar skalla frá.
1
Logi Tómasson með laglega sendingu frá vinstri, beint inn á teiginn, en Kósóvar hreinsa á síðustu stundu.
1 Leikur hafinn
Þetta er komið af stað í Pristínu og það er íslenska liðið sem byrjar með boltann.
0
Þjóðsöngvarnir spilaðir mjög lágt en annars vel heppnað. Kósóvó spilar í dökkbláu í kvöld þannig Ísland spilar í hvítum varatreyjum.
0
Leikmenn eru komnir út á völl. Nú eru það þjóðsöngvar og svo byrjum við þetta!
0
Liðin eru nú kynnt til leiks og stemningin er að magnast. Leikmenn fara svo inn í búningsklefa í síðasta skipti, áður en þau koma aftur inn á völlinn og þetta fer af stað.
0
Liðin eru komin út á völl og byrjuð að hita upp. Það er eins gott, því það er byrjað að kólna verulega í Pristínu en það var sól og blíða framan af degi.
0
Íslendingar kannast eflaust við markvörð Kósóvó Arijanet Muric. Hann hefur spilað með Burnley og Ipswich í enska boltanum og verið mjög mistækur.
0
Amir Rrahmani, fyrirliði og besti leikmaður Kósovó, er klár í slaginn. Hann meiddist á æfingu fyrir leikinn en er búinn að jafna sig.
0
Orri Steinn Óskarsson er fyrirliði Íslands í fyrsta skipti í kvöld.
0
Þeir Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Mika­el Eg­ill Ell­erts­son, Há­kon Arn­ar Har­alds­son, Logi Tóm­as­son og Al­bert Guðmunds­son koma inn í liðið í staðinn fyr­ir Jón Dag Þor­steins­son, Jó­hann Berg Guðmunds­son, Arn­ór Ingva Trausta­son, Val­geir Lund­dal Friðriks­son og Al­fons Samp­sted.
0
Alls eru fimm breyt­ing­ar á byrjunarliði Íslands frá því gegn Wales í nóv­em­ber er Åge Harei­de stýrði ís­lenska liðinu í síðasta skipti. Þá still­ir Arn­ar upp reynslu­mik­illi þriggja manna vörn, með væng­bakvörðum.
0
Valgeir Lunddal Friðriksson og Mikael Anderson voru í hópnum fyrir þetta verkefni. Mikael var sendur heim vegna meiðsla og Valgeir er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Hann gæti þó náð seinni leiknum í Murcia.
0
Það verða tæplega 13.000 áhorfendur í kvöld og þar af um 20 Íslendingar.
0
Þessi lið mættust síðast í undankeppni HM 2018 og vann Ísland þá báða leiki. Ísland vann 2:1-útisigur en þá var leikið í Albaníu því Kósóvó var ekki með löglegan heimavöll. Ísland vann svo 2:0 á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á lokamótinu.
0
Leikurinn er sá fyrsti hjá Arnari Gunnlaugssyni með íslenska liðið en hann tók við af Åge Hareide í byrjun árs.
0
Ísland hafnaði í 3. sæti í sínum riðli í B-deildinni og Kósóvó í 2. sæti í sínum riðli í C-deildinni. Seinni leikurinn fer fram í Murcia á Spáni á sunnudag.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá fyrri leik Íslands og Kósóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeilar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Kósovó: (4-5-1) Mark: Arijanet Muric. Vörn: Mërgim Vojvoda (Fidan Aliti 80), Amir Rrahmani, Lumbardh Dellova, Leart Paqarada. Miðja: Ermal Krasniqi, Elvis Rexhbecaj, Milot Rashica (Albion Rrahmani 89), Valon Berisha (Vesel Demaku 46), Donat Rrudhani (Emir Sahiti 46). Sókn: Vedat Muriqi (Lindon Emërllahu 89).
Varamenn: Visar Bekaj (M), Amir Saipi (M), Dion Gallapeni, Fidan Aliti, Ilir Krasniqi, Florent Muslija, Albion Rrahmani, Emir Sahiti, Baton Zabërgja, Lindon Emërllahu, Vesel Demaku, Andi Hoti.

Ísland: (4-4-2) Mark: Hákon Rafn Valdimarsson. Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Logi Tómasson (Jón Dagur Þorsteinsson 65). Miðja: Mikael Egill Ellertsson (Þórir Jóhann Helgason 89), Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson (Stefán Teitur Þórðarson 65), Andri Lucas Guðjohnsen. Sókn: Albert Guðmundsson (Arnór Ingvi Traustason 65), Orri Steinn Óskarsson.
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Lúkas Petersson (M), Jón Dagur Þorsteinsson, Þórir Jóhann Helgason, Willum Þór Willumsson, Stefán Teitur Þórðarson, Júlíus Magnússon, Kristian Nökkvi Hlynsson, Arnór Ingvi Traustason.

Skot: Kósovó 12 (5) - Ísland 7 (6)
Horn: Ísland 2 - Kósovó 5.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson og Bjarni Helgason
Völlur: Fadil Vokrri-völlurinn, Pristína
Áhorfendafjöldi: 12.857

Leikur hefst
20. mars 2025 19:45

Aðstæður:
Fallegt kvöld, logn en kalt. Völlurinn í mjög góðu standi.

Dómari: Serdar Gözübüyük, Hollandi
Aðstoðardómarar: Erwin Zeinstra og Patrick Inia, Hollandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert