„Skítuga hliðin á leiknum var ekki til staðar“

Arnar Gunnlaugsson var svekktur í leikslok.
Arnar Gunnlaugsson var svekktur í leikslok. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Þetta var upp og niður hjá okk­ur í kvöld,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir 2:1-tap liðsins gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í um­spili Þjóðadeild­ar­inn­ar í Prist­ína í Kósóvó í kvöld.

Síðari leik­ur liðanna fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag­inn kem­ur en sig­ur­veg­ar­inn í ein­víg­inu leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á næsta keppn­is­tíma­bili en tapliðið fell­ur í C-deild­ina.

Margt mjög já­kvætt

„Það var margt mjög já­kvætt í okk­ar leik og svo voru líka ákveðnir hlut­ir sem við þurf­um að laga. Það gladdi mig mikið hvað við vor­um góðir á bolt­ann í fyrri hálfleik og markið okk­ar var frá­bært. Við spiluðum þá sund­ur og sam­an og þeir snertu ekki bolt­ann í lang­an tíma í aðdrag­anda marks­ins. Press­an okk­ar var ekki nægi­lega góð í fyrri hálfleik en fyrsta kort­erið í seinni hálfleik var hrein­asta hörm­ung.

Það vantaði alla ákefð, við náðum eng­um takti í upp­spil­inu okk­ar og töpuðum öllu seinni bolt­un­um. Skít­uga hliðin á leikn­um var ekki til staðar og maður beið hálfpart­inn eft­ir því að þeir myndu skora. Þeir skora svo mark eft­ir mis­tök hjá okk­ur og við reynd­um að hrista upp í liðinu eft­ir það. Vara­menn­irn­ir okk­ar komu sterk­ir inn í leik­inn og bæði lið fengu færi til þess að skora fleiri mörk,“ sagði Arn­ar.

Fengu blóð á tenn­urn­ar

Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleik­inn illa og markið hjá Kósóvó hafði legið lengi í loft­inu þegar þeir komust loks­ins yfir.

„Ég á eft­ir að vega og meta það hvað klikkaði hjá okk­ur í hálfleik. Það eru lít­il smá­atriði sem skilja að en stund­um þurfa menn að bretta upp erm­arn­ar og vinna ná­víg­in sín. Ég man ekki eft­ir einu ná­vígi sem við unn­um á þess­um fimmtán mín­útna kafla í síðari hálfleik og það kveikti í þeirra stuðnings­mönn­um.

Leik­menn Kósóvó fengu líka blóð á tenn­urn­ar við þetta og við leyfðum þeim að taka yfir leik­inn. Þessi augna­blik skilja að þegar allt kem­ur til alls. Við vor­um með tekn­íska miðja í dag en þú verður að taka þátt í skíta­vin­unni,“ sagði Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

Sverrir Ingi Ingason og Guðlaugur Victor Pálsson verjast í Pristína …
Sverr­ir Ingi Inga­son og Guðlaug­ur Victor Páls­son verj­ast í Prist­ína í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert