Ísland mætir Kósovó í seinni leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Estadio Nueva Condomina-vellinum í Murcia á Spáni á morgun, sunnudag, klukkan 17.
Er um heimaleik Íslands að ræða en leikurinn var færður til Murcia, þar sem ekki var hægt að leika á Íslandi vegna vallarmála. Reiknað er með um 1.000 Íslendingum á leikinn en völlurinn tekur rúmlega 30.000 áhorfendur.
Kósovó vann fyrri leik liðanna á fimmtudagskvöld, 2:1, og verður Ísland því að vinna upp eins marks forskot til að halda sæti sínu í B-deildinni og koma í veg fyrir fall niður í C-deildina.
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn góður en seinni hálfleikurinn ekki nógu góður,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson um leikinn á fimmtudag, í samtali við Morgunblaðið.
Ísak lagði upp mark Íslands á Orra Stein Óskarsson í Pristínu í Kósovó, með glæsilegri sendingu. Íslenska liðið lék nokkuð vel í fyrri hálfleik en Kósovó var sterkari aðilinn í seinni hálfleik, sem nægði til sigurs.
„Við gerðum margt mjög vel í fyrri hálfleik og mér fannst ótrúlega gaman að spila hann. Þeir breyta í seinni hálfleik, fara maður á mann og við náðum ekki að leysa það. Seinni hálfleikurinn var basl, þótt við höfum fengið færi til að jafna þetta,“ útskýrði Ísak.
Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hjá liðinu og Ísak er afar hrifinn af þjálfaraaðferðum sveitunga síns frá Akranesi.
„Auðvitað tekur þetta tíma hjá nýjum þjálfara og kemur ekki allt í tveimur æfingum. Við fengum ekki margar æfingar með Arnari fyrir leikinn. Fótboltinn hans er mjög skemmtilegur og ég lít á fótbolta á sama hátt og hann. Mér leið því vel inni á vellinum og sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Ísak.
Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |