Mjög ánægður þrátt fyrir tapið

Arnar á blaðamannafundinum í dag.
Arnar á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Jóhann Ingi

Landsliðsþjálf­ar­inn Arn­ar Gunn­laugs­son sat fyr­ir svör­um blaðamanna á Esta­dio Nu­eva Condom­ina-vell­in­um í Murcia í dag, þar sem Ísland og Kósóvó mæt­ast í Þjóðadeild karla í fót­bolta klukk­an 17 á morg­un.

Kó­sovó vann fyrri leik­inn á sín­um heima­velli, 2:1, og þarf Ísland því að vinna upp eins marks for­skot til að halda sæti sínu í B-deild­inni. Ein breyt­ing hef­ur verið gerð á hópn­um frá því í fyrri leikn­um og er Jó­hann Berg Guðmunds­son kom­inn inn.

„Gam­an að fá Jóa inn. Hann er reynslu­mik­ill og með gæði í löpp­un­um og höfuðinu. Hann er klár í 90 mín­út­ur og það kem­ur í ljós á morg­un hversu marg­ar mín­út­ur hann fær,“ sagði Arn­ar.

Arnar Gunnlaugsson stýrir æfingu í dag.
Arn­ar Gunn­laugs­son stýr­ir æf­ingu í dag. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Hann var ánægður með ansi margt í fyrri leikn­um, þrátt fyr­ir að hann hafi tap­ast.

„Það hafa farið tveir sóla­hring­ar í að greina fyrri leik­inn. Ég var mjög ánægður með þann leik miðað við að þetta var fyrsti leik­ur. Strák­arn­ir gerðu allt sitt besta og voru hungraðir í að reyna nýja hluti.

Sumt gekk vel upp og annað ekki. Síðustu dag­ar hafa farið í það að laga það sem fór úr­skeiðis, sem var ekk­ert stórt. Þetta eru litl­ir hlut­ir sem þarf að laga og 2:1 er eng­in heimsend­ir,“ sagði hann.

En mun Arn­ar breyta miklu fyr­ir seinni leik­inn?

„Ég hef hingað til verið þekkt­ur fyr­ir að vera óhrædd­ur við að breyta liðinu og nýta mann­skap­inn. Við verðum með fersk­ar lapp­ir á morg­un og við reyn­um að spila þetta svipað. Við eig­um samt að geta stigið fast­ar á bens­ín­gjöf­ina í heima­leikj­um og stýra leikn­um bet­ur.“

„Það eru all­ir heil­ir og nokkr­ir klár­ir í bát­ana. Auðvitað eru sum­ir klár­ari en aðrir en það hef­ur eng­inn sagt að hann geti ekki spilað,“ sagði Arn­ar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert