Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk Íslands í landsleikjunum tveimur gegn Kósovó, sem töpuðust báðir, í umspili Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu.
Orri skoraði mark Íslands í 3:1-tapi fyrir Kósovó í Murcia í dag en Kósovó vann einvígið samtals 5:2. Úrslitin þýða að Ísland mun spila í C-deild Þjóðadeildarinnar næst. Orri var gerður að fyrirliða fyrir þennan landsleikjaglugga og fer vel af stað í því hlutverki.
„Við byrjum leikinn vel, skorum mark og tilfinningin var góð. Síðan lentum við á eftir í einvígunum og það er undir okkur komið að vera klárir þar.
Þetta eru einfaldir hlutir sem við verðum að gera betur í, allir sem einn. Þeir voru einfaldlega betri en við í dag,“ sagði Orri í samtali við mbl.is eftir leik.
Orri var spurður hvað liðið hafði rætt í hálfleik eftir lélegan fyrri en hann vildi halda því innanborðs.
„Ég ætla að halda því bara innanborðs en þetta var einfalt. Við þurftum að berjast meira, ekki flóknara en það.“
Svekkjandi hvað þeir áttu auðvelt með að koma sér í góðar stöður?
„Auðvitað er það svekkjandi, við viljum vera góðir í öllu, varnarleik og sóknarleik. Við þurfum að reyna vera jákvæðir, þýðir ekki að dvelja á þessu lengi.
Nú eru tveir mikilvægir æfingaleikir í sumar og síðan undankeppni HM næst. Fyrstu leikirnir með Arnari, nýjar áherslur og svona.
Verðum að vera klárir í sumar og síðan í undankeppninni.“
Orri skoraði í fyrstu tveimur leikjum sínum sem fyrirliði landsliðsins. Hann segist setja alltaf kröfu á sig að vera hættulegur.
„Ég set alltaf kröfu á mig að vera hættulegur fyrir framan markið, sama hvar sem það er. Ef ég get hjálpað liðinu með mörkum þá er það gott fyrir mig.“
Fullt sem landsliðið getur tekið með sér?
„Jájá klárlega, fullt af hlutum sem er hægt að læra af og fullt af fínum hlutum. Fólk tekur kannski eftir sumu sem við erum að gera vel en okkur líður vel með það.
Síðan eru fullt af hlutum sem við þurfum að læra og munum læra svo við séum eins reiðubúnir og hægt er að vera fyrir undankeppnina.“
Arnar gerði sex breytingar á liði sínu frá fyrri leiknum. Orri segir liðið vera með breiðan hóp og að allir séu klárir þegar kallið kemur.
„Við erum með mjög breiðan hóp og við treystum öllum leikmönnum sem koma inn í hópinn, sama hvort þeir séu 20 ára eða 38 ára.
Þétt spilað í þessum landsleikjagluggum og við þurfum á öllum að halda og það vissu það allir áður en við komum hingað.
Mikilvægt að allir séu klárir að leysa þau verkefni sem koma, það er partur af þessu,“ bætti Orri Steinn við.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |