Ætla halda því innanborðs

Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði eftir leik.
Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði eftir leik. Ljósmynd/Alex Nicodim

Orri Steinn Óskars­son skoraði bæði mörk Íslands í lands­leikj­un­um tveim­ur gegn Kó­sovó, sem töpuðust báðir, í um­spili Þjóðadeild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu.

Orri skoraði mark Íslands í 3:1-tapi fyr­ir Kó­sovó í Murcia í dag en Kó­sovó vann ein­vígið sam­tals 5:2. Úrslit­in þýða að Ísland mun spila í C-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar næst. Orri var gerður að fyr­irliða fyr­ir þenn­an lands­leikja­glugga og fer vel af stað í því hlut­verki.

„Við byrj­um leik­inn vel, skor­um mark og til­finn­ing­in var góð. Síðan lent­um við á eft­ir í ein­víg­un­um og það er und­ir okk­ur komið að vera klár­ir þar.

Þetta eru ein­fald­ir hlut­ir sem við verðum að gera bet­ur í, all­ir sem einn. Þeir voru ein­fald­lega betri en við í dag,“ sagði Orri í sam­tali við mbl.is eft­ir leik. 

Auðvitað er það svekkj­andi

Orri var spurður hvað liðið hafði rætt í hálfleik eft­ir lé­leg­an fyrri en hann vildi halda því inn­an­borðs. 

„Ég ætla að halda því bara inn­an­borðs en þetta var ein­falt. Við þurft­um að berj­ast meira, ekki flókn­ara en það.“ 

Svekkj­andi hvað þeir áttu auðvelt með að koma sér í góðar stöður?

„Auðvitað er það svekkj­andi, við vilj­um vera góðir í öllu, varn­ar­leik og sókn­ar­leik. Við þurf­um að reyna vera já­kvæðir, þýðir ekki að dvelja á þessu lengi. 

Nú eru tveir mik­il­væg­ir æf­inga­leik­ir í sum­ar og síðan undan­keppni HM næst. Fyrstu leik­irn­ir með Arn­ari, nýj­ar áhersl­ur og svona. 

Verðum að vera klár­ir í sum­ar og síðan í undan­keppn­inni.“

Set alltaf kröfu á sjálf­an mig 

Orri skoraði í fyrstu tveim­ur leikj­um sín­um sem fyr­irliði landsliðsins. Hann seg­ist setja alltaf kröfu á sig að vera hættu­leg­ur.

„Ég set alltaf kröfu á mig að vera hættu­leg­ur fyr­ir fram­an markið, sama hvar sem það er. Ef ég get hjálpað liðinu með mörk­um þá er það gott fyr­ir mig.“

Fullt sem landsliðið get­ur tekið með sér? 

„Jájá klár­lega, fullt af hlut­um sem er hægt að læra af og fullt af fín­um hlut­um. Fólk tek­ur kannski eft­ir sumu sem við erum að gera vel en okk­ur líður vel með það. 

Síðan eru fullt af hlut­um sem við þurf­um að læra og mun­um læra svo við séum eins reiðubún­ir og hægt er að vera fyr­ir undan­keppn­ina.“

Arn­ar gerði sex breyt­ing­ar á liði sínu frá fyrri leikn­um. Orri seg­ir liðið vera með breiðan hóp og að all­ir séu klár­ir þegar kallið kem­ur. 

„Við erum með mjög breiðan hóp og við treyst­um öll­um leik­mönn­um sem koma inn í hóp­inn, sama hvort þeir séu 20 ára eða 38 ára. 

Þétt spilað í þess­um lands­leikja­glugg­um og við þurf­um á öll­um að halda og það vissu það all­ir áður en við kom­um hingað. 

Mik­il­vægt að all­ir séu klár­ir að leysa þau verk­efni sem koma, það er part­ur af þessu,“ bætti Orri Steinn við. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert