Aron Einar: Ber ábyrgð á því

Aron Einar Gunnarsson í stúkunni eftir að hafa fengið rautt …
Aron Einar Gunnarsson í stúkunni eftir að hafa fengið rautt spjald. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Þetta er þungt,“ sagði reynslu­bolt­inn Aron Ein­ar Gunn­ars­son eft­ir tap Íslands fyr­ir Kó­sovó, 3:1, í um­spili Þjóðadeild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu í Murciu í dag. 

Ísland tapaði ein­víg­inu sam­an­lagt 5:2 og mun leika í C-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar næst. 

Aron Ein­ar kom inn á í hálfleik en fékk tvö gul spjöld á fyrstu 25 mín­út­um hálfleiks og þar að leiðandi rautt.  

„Við þurf­um að bæta okk­ur á öll­um sviðum, líka í ein­földu hlut­un­um. Fyrsti bolti, seinni bolti.

Kó­sovó vann þetta sann­gjarnt, við þurf­um að átta okk­ur á því. 

Það eru tveir leik­ir í sum­ar þar sem við þurf­um að slípa margt sam­an,“ sagði Aron Ein­ar við mbl.is. 

Ósam­mála dóm­ar­an­um

Aron var spurður út í gulu spjöld­in og það rauða.

„Mér fannst lítið á þetta, ef vægt er til orða tekið.

Ég vinn bolt­ann í fyrri og hann spark­ar upp í löpp­ina á mér og ég fæ gult spjald. Í seinna at­vik­inu tog­ar hann í treyj­una mína og tog­ar mig niður og læt­ur sig síðan detta. Það seg­ir sig svo­lítið sjálft. 

Mér fannst þetta ósann­gjarnt rautt spjald en ég kem mér í þessa aðstæðu. Ég fæ rautt spjald og skil strák­ana eft­ir tíu og ég þarf að bera ábyrgð á því. Þungt, svekkj­andi og allt það en ég hef verið hérna áður.“ 

Hvað klikkaði hjá liðinu í kvöld?

„Við unn­um ekki seinni bolta, við sem lið. Það eru ekki ein­hverj­ir ein­stak­ling­ar. All­ir kepp­ast um að finna einn eða tvo til þess að hæla eða tala illa um. Þannig virk­ar það ekki hjá okk­ur.

Við sem lið þurf­um að bæta þetta.“ 

Varstu svekkt­ur að hafa ekki verið í byrj­un­arliðinu?

Nei, við viss­um að það yrðu breyt­ing­ar. Við höf­um verið að prófa ým­is­legt. Við erum með fullt af flink­um leik­mönn­um sem eru að berj­ast um sæti,“ bætti Aron Ein­ar við. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert