Auðvitað vil ég byrja

Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í seinni hálfleik í …
Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í seinni hálfleik í fyrri leiknum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Stefán Teit­ur Þórðar­son var sátt­ur við margt í fyrri leik Íslands og Kó­sovó í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á fimmtu­dags­kvöld, þrátt fyr­ir að Kó­sovó hafi unnið 2:1-sig­ur.

„Í fyrri hálfleik vor­um við að út­færa marga góða hluti sem Arn­ar hef­ur komið með inn. Þeir breyttu svo taktískt í seinni hálfleik, við vor­um staðir og það vantaði hlaup hjá okk­ur bak við til að finna hol­urn­ar sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við þurf­um að læra hratt og ekki gera stór mis­tök í næsta leik,“ sagði Stefán.

Stefán Teit­ur er Skagamaður, rétt eins og sam­herj­arn­ir hans Há­kon Arn­ar Har­alds­son og Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son og landsliðsþjálf­ar­inn Arn­ar Gunn­laugs­son.

„Maður hef­ur þekkt Ísak og Há­kon síðan þeir voru krakk­ar og Arn­ar spilaði áður en ég fædd­ist. Maður veit hvaða merk­ingu hann hef­ur fyr­ir Skaga­menn. Það er ekki verra að hafa nokkra Skaga­menn í landsliðinu,“ sagði hann.

Stefán byrjaði á bekkn­um í fyrri leikn­um og var svekkt­ur.

„Já, 100 pró­sent. Ísak og Há­kon stóðu sig frá­bær­lega í fyrri hálfleik en auðvitað vil ég byrja og geri allt til þess. Ég mæti samt alltaf í landsliðið og hugsa um að liðið sé núm­er 1, 2 og 3 og ég er viss um að aðrir leik­menn hugsi það sama.

Það skil­ar okk­ur langt. Við þurf­um all­ir að geta komið inn á og halda í það sem Arn­ar vill að við ger­um.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert