Erfitt að sjá Aron Einar svona

Aron Einar Gunnarsson fær rautt spjald.
Aron Einar Gunnarsson fær rautt spjald. Ljósmynd/Alex Nicodim

Lár­us Orri Sig­urðsson, fyrr­ver­andi leikmaður ís­lenska landsliðsins, átti erfitt með að ræða Aron Ein­ar Gunn­ars­son í mynd­veri Stöðvar 2 Sport eft­ir tap Íslands fyr­ir Kó­sovó, 3:1, í Murcia á Spáni í dag. 

Kó­sovó vann báða leiki liðanna í um­spili Þjóðadeild­ar Evr­ópu og mun Ísland spila í C-deild­inni næst fyr­ir vikið.

Lár­us Orri sagði að það hafði verið erfitt að sjá Aron Ein­ar spila í kvöld en sá síðar­nefndi fékk tvö gul spjöld í seinni hálfleik og þar með rautt.

„Þessi gluggi hjá Aroni var ekki góður. Hann var ekki góður í síðasta leik og ekki held­ur í þess­um. 

Mér finnst bara svo­lítið erfitt að tala um þetta hrein­lega. Mér finnst erfitt að sjá Aron í þess­ari stöðu sem hann er í.

Oft og tíðum var þetta mjög erfitt fyr­ir hann, sér­stak­lega í seinni hálfleik í síðasta leik. Í þess­um leik þá átti hann mjög erfitt upp­drátt­ar. Hann var bú­inn að vera inn á í 15 mín­út­ur og þá virt­ist hann vera gjör­sam­lega bú­inn á því.“

Gef­ur strák­un­um ráð 

Lár­us Orri vill að leik­menn gull­ald­arliðs Íslands, sem komst á EM 2016 og HM 2018, sem eru enn að spila hugsi vel og vand­lega hvenær skal gott látið heita.

„Ég segi það ekki bara við Aron, held­ur alla gull­ald­ar­strák­ana sem eru enn að spila. Passið ykk­ur á því að „lea­ve the game before the game lea­ves you“. 

Þú hef­ur bara ákveðinn tíma til að ákveða hvenær þú hætt­ir í landsliðinu því á end­an­um verður það bara ákveðið fyr­ir þig. 

Ég er Þórsari og hann er Þórsari, mér finnst vont að sjá átta mín­útna viðtal við Aron þar sem hann er að rétt­læta af hverju hann er í landsliðinu. Þetta er okk­ar fyr­irliði með stóru F-i. 

Ef ég mætti gera einn hlut aft­ur á mín­um ferli væri það að standa einn þjóðsöng, ég veit að þetta er rosa­lega erfitt. 

Ég held að það sé samt kom­inn tími til að menn horfi vel í speg­il­inn og taki ákvörðun með framtíðina,“ bætti Lár­us Orri við. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert