Ísak er góður og traustur vinur

Valgeir Lunddal Friðriksson kann vel við sig í Düsseldorf.
Valgeir Lunddal Friðriksson kann vel við sig í Düsseldorf. mbl.is/Eyþór

Val­geir Lund­dal Friðriks­son, landsliðsmaður í fót­bolta, hef­ur átt gott fyrsta tíma­bil hjá Düs­seldorf í Þýskalandi. Hann er ánægður með tím­ann sinn hjá fé­lag­inu hingað til.

„Þetta hef­ur verið mjög gott. Ég hef fengið traustið og byrjað flesta leiki. Ég er ánægður með traustið sem ég fæ frá þjálf­ur­un­um. Það er alls ekki sjálf­gefið að fá að spila svona mikið á fyrsta tíma­bili í nýju landi,“ sagði Val­geir við mbl.is.

Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son var fyr­ir hjá Düs­seldorf og eru þeir því liðsfé­lag­ar.

„Ísak er góður og traust­ur vin­ur. Hann var bú­inn að vera þarna í eitt ár og kunni á fé­lagið og borg­ina. Hann hjálpaði mikið. Von­andi missi ég hann ekki frá mér. Ef hann held­ur áfram að spila svona vel fer hann ör­ugg­lega í enn betra lið,“ sagði Val­geir.

Hann er mjög hrif­inn af knatt­spyrnu­menn­ing­unni í Þýskalandi, þar sem stemn­ing­in er mik­il og gríðarleg vel mætt.

„Þetta er allt annað en ég er van­ur. Ég spilaði fyr­ir fram­an 25.000 í Svíþjóð en þarna eru þeir enn fleiri, alltaf upp­selt og mik­il stemn­ing. Þarna er maður mætt­ur í ein­hverja klikk­um og 50.000 manns á vell­in­um. Það er sturlað að spila fyr­ir fram­an svona,“ sagði hann.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert