Fallnir úr hópi 32 bestu liða

Stefán Teitur Þórðarson og samherjar í landsliðinu höfðu ekki erindi …
Stefán Teitur Þórðarson og samherjar í landsliðinu höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Kósovó í umspilsleikjunum tveimur. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland verður í fyrsta skipti í C-deild Þjóðadeild­ar UEFA í karla­flokki þegar næsta keppni fer af stað haustið 2026.

Ósig­ur­inn í ein­víg­inu við Kó­sovó á dög­un­um, 5:2 sam­an­lagt, þýðir að Kó­sovó, sem endaði í öðru sæti í sín­um riðli C-deild­ar, tek­ur sæti Íslands í B-deild­inni. Þar endaði Ísland í þriðja sæti af fjór­um í sín­um riðli, á eft­ir Wales og Tyrklandi en á und­an Svart­fjalla­landi sem varð neðst og féll beint í C-deild­ina.

Hin þrjú liðin sem urðu í þriðja sæti riðla B-deild­ar, Georgía, Slóven­ía og Írland, unnu öll ein­vígi sín gegn liðum úr C-deild­inni, Armen­íu, Slóvakíu og Búlgaríu, og leika því áfram í B-deild­inni.

Það voru því fimm lið sem féllu niður í C-deild­ina, Ísland, Alban­ía, Finn­land, Svart­fjalla­land og Kasakst­an, en fjög­ur síðartöldu liðin urðu öll neðst í sín­um riðlum B-deild­ar.

Þeirra sæti taka sig­ur­veg­ar­ar riðla C-deild­ar, Svíþjóð, Rúm­en­ía, Norður-Írland og Norður-Makedón­ía, ásamt Kó­sovó.

Komn­ir í neðri hlut­ann

Ísland er þar með fallið úr hópi 32 sterk­ustu landsliða Evr­ópu, af 55, og hef­ur ekki verið í þeirri stöðu í lang­an tíma. Miðað við stöðu Íslands á heimslista FIFA eru þetta ekki óvænt tíðindi því þar er Ísland nú í 33. sæti Evr­ópuþjóða og í 70. sæti í heild­ina.

En það er frek­ar sárt að missa B-deild­ar­sætið til liðs sem er í 41. sæti Evr­ópuþjóða á heimslist­an­um og í 99. sæti í heild­ina.

Styrk­leika­flokk­arn­ir

Ísland verður í fyrsta styrk­leika­flokki C-deild­ar þegar dregið verður í riðla fyr­ir Þjóðadeild­ina 2026-27. Eft­ir­tal­in lið verða í C-deild­inni, en eft­ir er að út­kljá um­spilið milli C- og D-deild­ar þar sem fjög­ur lið spila um tvö sæti. Ísland mun mæta einu liði úr 2. flokki, einu úr 3. flokki og einu úr 4. flokki

1. flokk­ur: Ísland, Alban­ía, Svart­fjalla­land, Kasakst­an.

2. flokk­ur: Finn­land, Slóvakía, Búlga­ría, Armen­ía.

3. flokk­ur: Hvíta-Rúss­land, Fær­eyj­ar, Kýp­ur, Eist­land.

4. flokk­ur: Moldóva, San Marínó, Gíbralt­ar/​Lett­land, Malta/​Lúx­em­borg.

Þær þjóðir sem skipa D-deild­ina 2026-27 eru tapliðin í ein­vígj­un­um Gíbralt­ar/​Lett­land og Malta/​Lúx­em­borg, sem og Aser­baís­j­an, Litáen, Liechten­stein, Andorra og síðan mögu­lega Rúss­land.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert