Ísland verður í fyrsta skipti í C-deild Þjóðadeildar UEFA í karlaflokki þegar næsta keppni fer af stað haustið 2026.
Ósigurinn í einvíginu við Kósovó á dögunum, 5:2 samanlagt, þýðir að Kósovó, sem endaði í öðru sæti í sínum riðli C-deildar, tekur sæti Íslands í B-deildinni. Þar endaði Ísland í þriðja sæti af fjórum í sínum riðli, á eftir Wales og Tyrklandi en á undan Svartfjallalandi sem varð neðst og féll beint í C-deildina.
Hin þrjú liðin sem urðu í þriðja sæti riðla B-deildar, Georgía, Slóvenía og Írland, unnu öll einvígi sín gegn liðum úr C-deildinni, Armeníu, Slóvakíu og Búlgaríu, og leika því áfram í B-deildinni.
Það voru því fimm lið sem féllu niður í C-deildina, Ísland, Albanía, Finnland, Svartfjallaland og Kasakstan, en fjögur síðartöldu liðin urðu öll neðst í sínum riðlum B-deildar.
Þeirra sæti taka sigurvegarar riðla C-deildar, Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía, ásamt Kósovó.
Ísland er þar með fallið úr hópi 32 sterkustu landsliða Evrópu, af 55, og hefur ekki verið í þeirri stöðu í langan tíma. Miðað við stöðu Íslands á heimslista FIFA eru þetta ekki óvænt tíðindi því þar er Ísland nú í 33. sæti Evrópuþjóða og í 70. sæti í heildina.
En það er frekar sárt að missa B-deildarsætið til liðs sem er í 41. sæti Evrópuþjóða á heimslistanum og í 99. sæti í heildina.
Ísland verður í fyrsta styrkleikaflokki C-deildar þegar dregið verður í riðla fyrir Þjóðadeildina 2026-27. Eftirtalin lið verða í C-deildinni, en eftir er að útkljá umspilið milli C- og D-deildar þar sem fjögur lið spila um tvö sæti. Ísland mun mæta einu liði úr 2. flokki, einu úr 3. flokki og einu úr 4. flokki
1. flokkur: Ísland, Albanía, Svartfjallaland, Kasakstan.
2. flokkur: Finnland, Slóvakía, Búlgaría, Armenía.
3. flokkur: Hvíta-Rússland, Færeyjar, Kýpur, Eistland.
4. flokkur: Moldóva, San Marínó, Gíbraltar/Lettland, Malta/Lúxemborg.
Þær þjóðir sem skipa D-deildina 2026-27 eru tapliðin í einvígjunum Gíbraltar/Lettland og Malta/Lúxemborg, sem og Aserbaísjan, Litáen, Liechtenstein, Andorra og síðan mögulega Rússland.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |