Fyrsti eiginlegi heimaleikur KR í maí

Ungur KR-ingur á Meistaravöllum fyrir rúmum mánuði síðan. Gervigras verður …
Ungur KR-ingur á Meistaravöllum fyrir rúmum mánuði síðan. Gervigras verður lagt á völlinn. Ljósmynd/KR

„Fram­kvæmda­áætl­un­in hjá okk­ur miðar við það að 10. maí sé fyrsti heima­leik­ur á KR-vell­in­um. Það er sem sagt þriðji heima­leik­ur­inn okk­ar,“ sagði Magnús Orri Schram, formaður knatt­spyrnu­deild­ar KR, um stöðuna á fram­kvæmd­um á Meist­ara­völl­um.

KR vinn­ur um þess­ar mund­ir að því að skipta um und­ir­lag á Meist­ara­völl­um þar sem gervi­gras verður lagt í stað grass­ins sem áður var. KR mun leika fyrstu tvo heima­leiki sína í Bestu deild­inni á kom­andi tíma­bili á heima­velli Þrótt­ar úr Reykja­vík í Laug­ar­dal, á gervi­grasi.

Fyrsti eig­in­legi heima­leik­ur­inn í Vest­ur­bæ á tíma­bil­inu verður því gegn nýliðum ÍBV 10. maí. Upp­haf­leg áætl­un miðaði við að fyrsti heima­leik­ur­inn yrði 27. apríl gegn ÍA en nú er ljóst að af því verður ekki.

Tíðin er góð

Í stuttu sam­tali við mbl.is sagði Magnús Orri að fram­kvæmd­um miðaði vel.

„Þessu miðar mjög vel. Við erum mjög ánægð með gang mála núna. Tíðin er góð þannig að þetta lít­ur bara vel út. Það er mik­il til­hlökk­un inn­an fé­lags­ins að fara að spila á end­ur­bætt­um velli.

Það hlakka all­ir mikið til að fá betri aðstöðu fyr­ir alla okk­ar flokka. Það er mik­il til­hlökk­un fyr­ir því að fara að spila vest­ur í bæ en það verður ekki fyrr en 10. maí.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert