„Þú ert annaðhvort hetja eða skúrkur“

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arn­ar Gunn­laugs­son stýrði sín­um fyrstu leikj­um sem þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta á dög­un­um þegar liðið mætti Kó­sovó í um­spili Þjóðadeild­ar­inn­ar um sæti í B-deild keppn­inn­ar.

Fyrri leik liðanna í Prist­ína í Kó­sovó lauk með sigri Kó­sovó, 2:1, þann 20. mars og síðari leik liðanna í Murcia á Spáni, sem var heima­leik­ur Íslands í ein­víg­inu, lauk einnig með sigri Kó­sovó, 3:1, þann 23. mars.

Kó­sovó vann því ein­vígið 5:2 og leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á næsta keppn­is­tíma­bili, tíma­bil­inu 2026-27, en Ísland er fallið í C-deild­ina í fyrsta sinn í sögu keppn­inn­ar.

„Ég er von­svik­inn með úr­slit­in og umræðan hef­ur mikið til snú­ist um úr­slit­in eft­ir þetta ein­vígi,“ sagði Ólaf­ur Helgi Kristjáns­son, þjálf­ari Þrótt­ar í Bestu deild kvenna.

Ólaf­ur er einn reynslu­mesti þjálf­ari lands­ins en hann hef­ur stýrt karlaliðum Fram, Breiðabliks, Nord­sjæl­land, Rand­ers, FH og Es­bjerg á þjálf­ara­ferl­in­um og gerði Breiðablik að Íslands­meist­ur­um í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins árið 2010.

Óvæg­in umræða

Er gagn­rýn­in sem Arn­ar Gunn­laugs­son hef­ur fengið eft­ir leik­ina tvo óvæg­in?

„Ég væri ósam­kvæm­ur sjálf­um mér sem þjálf­ari ef ég myndi segja að umræðan væri ekki búin að vera óvæg­in. Svona er þessi þjálf­ara­bransi samt og þetta er eitt­hvað sem all­ir þjálf­ar­ar þurfa að búa við í nú­tíma­fót­bolta. Það er eng­inn milli­veg­ur. Hlut­irn­ir eru annaðhvort svart­ir eða hvít­ir, þú ert annaðhvort hetja eða skúrk­ur, annaðhvort var þetta frá­bært eða öm­ur­legt. Það er ekk­ert þarna á milli en Arn­ar Gunn­laugs­son verður ekki dæmd­ur af þess­um tveim­ur leikj­um, það er al­veg klárt mál.

Við get­um ekki dæmt hans störf fyrr en eft­ir nokkra leiki þegar verður kom­in ákveðin sam­fella í það sem hann er að reyna að gera. Hann reyndi ákveðna hluti og þess­ir hlut­ir ættu að batna með hverj­um leikn­um sem líður. Hann þarf líka tíma til þess að laga þá hluti sem fóru úr­skeiðis. Fyrst þá er hægt að fara að leggja eitt­hvert mat á hans vinnu sem þjálf­ara. Ef við horf­um á leik­ina gegn Kó­sovó þá var meira af hlut­um sem var ábóta­vant en það er bara eins og geng­ur og ger­ist í fót­bolta.“

Ítar­legt viðtal við Ólaf Kristjáns­son má sjá á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert