Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrstu leikjum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á dögunum þegar liðið mætti Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar um sæti í B-deild keppninnar.
Fyrri leik liðanna í Pristína í Kósovó lauk með sigri Kósovó, 2:1, þann 20. mars og síðari leik liðanna í Murcia á Spáni, sem var heimaleikur Íslands í einvíginu, lauk einnig með sigri Kósovó, 3:1, þann 23. mars.
Kósovó vann því einvígið 5:2 og leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta keppnistímabili, tímabilinu 2026-27, en Ísland er fallið í C-deildina í fyrsta sinn í sögu keppninnar.
„Ég er vonsvikinn með úrslitin og umræðan hefur mikið til snúist um úrslitin eftir þetta einvígi,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna.
Ólafur er einn reynslumesti þjálfari landsins en hann hefur stýrt karlaliðum Fram, Breiðabliks, Nordsjælland, Randers, FH og Esbjerg á þjálfaraferlinum og gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2010.
Er gagnrýnin sem Arnar Gunnlaugsson hefur fengið eftir leikina tvo óvægin?
„Ég væri ósamkvæmur sjálfum mér sem þjálfari ef ég myndi segja að umræðan væri ekki búin að vera óvægin. Svona er þessi þjálfarabransi samt og þetta er eitthvað sem allir þjálfarar þurfa að búa við í nútímafótbolta. Það er enginn millivegur. Hlutirnir eru annaðhvort svartir eða hvítir, þú ert annaðhvort hetja eða skúrkur, annaðhvort var þetta frábært eða ömurlegt. Það er ekkert þarna á milli en Arnar Gunnlaugsson verður ekki dæmdur af þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt mál.
Við getum ekki dæmt hans störf fyrr en eftir nokkra leiki þegar verður komin ákveðin samfella í það sem hann er að reyna að gera. Hann reyndi ákveðna hluti og þessir hlutir ættu að batna með hverjum leiknum sem líður. Hann þarf líka tíma til þess að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis. Fyrst þá er hægt að fara að leggja eitthvert mat á hans vinnu sem þjálfara. Ef við horfum á leikina gegn Kósovó þá var meira af hlutum sem var ábótavant en það er bara eins og gengur og gerist í fótbolta.“
Ítarlegt viðtal við Ólaf Kristjánsson má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |