Breiðablik meistari meistaranna

Höskuldur Gunnlaugsson lyftir bikarnum í leikslok.
Höskuldur Gunnlaugsson lyftir bikarnum í leikslok. mbl.is/Hakon Palsson

Breiðablik er meist­ari meist­ar­anna eft­ir sann­fær­andi 3:1-sig­ur gegn bikar­meist­ur­um KA á Kópa­vogs­velli í dag. 

KA-menn fengu fyrsta færi leiks­ins. Viðar Örn Kjart­ans­son slapp einn í gegn eft­ir lang­an bolta upp völl­inn en Ant­on Ari Ein­ars­son, markvörður Breiðabliks, sá við hon­um. 

Í kjöl­farið tók við ró­leg­ur kafli þar sem Breiðablik var meira með bolt­ann. Dan­inn Tobi­as Thomsen fékk nokk­ur álit­leg færi en náði ekki að koma bolt­an­um í netið.

Breiðablik tók for­yst­una á 31. mín­útu. Það kom eft­ir fyr­ir­gjöf frá Val­geiri Val­geirs­syni sem rataði á Hans Vikt­or Guðmunds­son, varn­ar­mann KA, sem skallaði bolt­ann inn í sitt eigið net, sjálfs­mark. 

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar braut Ívar Örn Árna­son á Val­geiri inni í teign­um og benti Vil­hjálm­ur Al­var Þór­ar­ins­son, dóm­ari leiks­ins, á punkt­inn. Fyr­irliðinn Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son fór á punkt­inn og skoraði af ör­yggi, 2:0. 

Tobi­as Thomsen skoraði síðan þriðja mark Blika á 40. mín­útu. Óli Val­ur Ómars­son átti góða fyr­ir­gjöf á Thomsen sem stangaði bolt­ann í netið. 

Staðan í hálfleik var því 3:0 fyr­ir Breiðabliki.

Breiðablik byrjaði síðari hálfleik­inn af krafti en Krist­inn Stein­dórs­son og Óli Val­ur fengu góð færi til að bæta við fjórða mark­inu.

Blikar héldu áfram að ógna. Um miðbik seinni hálfleiks slapp Óli Val­ur einn í gegn en Steinþór Már Auðuns­son, markvörður KA, varði frá hon­um. Bolt­inn datt þá fyr­ir Thomsen sem átti skot í varn­ar­mann og þaðan aft­ur fyr­ir.

Ásgeir Sig­ur­geirs­son skoraði sára­bót­ar­mark fyr­ir KA á 83. mín­útu. Jakob Snær Árna­son átti fyr­ir­gjöf á Ásgeir sem náði góðum skalla en Ant­on Ari varði. Ásgeir var hins veg­ar fyrst­ur á frá­kastið og skoraði.

Fleiri urðu mörk­in ekki og fagnaði Breiðablik 3:1-sigri í leiks­lok.



Breiðablik er meistari meistaranna 2025.
Breiðablik er meist­ari meist­ar­anna 2025. mbl.is/​Hakon Pals­son
KA-maðurinn Ívar Örn Árnasson með boltann. Blikinn Tobias Thomsen eltir.
KA-maður­inn Ívar Örn Árnas­son með bolt­ann. Blik­inn Tobi­as Thomsen elt­ir. mbl.is/​Há­kon
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Breiðablik 3:1 KA opna loka
skorar Breiðablik (31. mín.)
skorar úr víti Höskuldur Gunnlaugsson (34. mín.)
skorar Tobias Thomsen (41. mín.)
Mörk
skorar Ásgeir Sigurgeirsson (83. mín.)
fær gult spjald Valgeir Valgeirsson (43. mín.)
fær gult spjald Tobias Thomsen (67. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ívar Örn Árnason (33. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik er meistari meistaranna 2025!
90 KA fær hornspyrnu
+3
90
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
90 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot framhjá
Hallgrímur með hörkuskot úr aukaspyrnunni sem endar í hliðarnetinu.
89
Hallgrímur að vinna aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir KA.
88 Breiðablik fær hornspyrnu
83 MARK! Ásgeir Sigurgeirsson (KA) skorar
3:1 - Ásgeir minnkar muninn. Jakob með fyrirgjöf á Ásgeir sem á góðan skalla en Anton Ari ver. Ásgeir nær hins vegar frákastinu og kemur boltanum í netið.
83 Snorri Kristinsson (KA) kemur inn á
82 Dagur Ingi Valsson (KA) fer af velli
81 Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Bjargað á línu! Óli Valur vippar boltanum snyrtilega yfir Steinþór en Jakob bjargar á línu.
81 KA fær hornspyrnu
Jakob með góðan sprett sem endar með skoti í varnarmann og aftur fyrir.
77 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
Fast skot úr aukaspyrnu sem Anton Ari ver vel.
74 Andri Fannar Stefánsson (KA) kemur inn á
74 Rodrigo Gomes (KA) fer af velli
74 Jakob Snær Árnason (KA) kemur inn á
74 Hrannar Björn Steingrímsson (KA) fer af velli
73 Valgeir Valgeirsson (Breiðablik) á skot yfir
Færi! Ágúst Orri leggur boltann út á Valgeir sem á skot yfir markið.
72 Breiðablik fær hornspyrnu
71 Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) kemur inn á
71 Tobias Thomsen (Breiðablik) fer af velli
69
Dagur Snær kemur boltanum í netið en er dæmdur rangstæður.
67 Tobias Thomsen (Breiðablik) fær gult spjald
67 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skalla sem er varinn
Skalli beint á Anton Ara.
66 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) kemur inn á
66 Viðar Örn Kjartansson (KA) fer af velli
65 Breiðablik fær hornspyrnu
65 Tobias Thomsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Breiðablik að ógna. Óli Valur kemst einn í gegn en Steinþór ver frá honum. Boltinn dettur þá á Tobias sem á skot í Hans Viktor og þaðan aftur fyrir horn.
65 Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
64
Valgeir í álitlegri stöðu en í stað þess að skjóta reynir hann sendingu fyrir markið sem varnarmenn KA komast í.
62 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
62 Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) fer af velli
59 Gabríel Snær Hallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Reynir skot af löngu færi sem endar langt framhjá markinu.
52 Breiðablik fær hornspyrnu
52 Valgeir Valgeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Valgeir með fast skot í varnarmann og aftur fyrir, hornspyrna.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
50 Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Klaufagangur í uppspili KA sem leiðir til þess að Óli Valur fær hörkufæri í teignum en Steinþór ver frá honum.
47 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Færi! Kristinn fær boltann í miðjum teignum en á skot beint á Steinþór í marki KA.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Breiðablik gerir þrefalda skiptingu í hálfleik.
46 Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) kemur inn á
46 Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) fer af velli
46 Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik) kemur inn á
46 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fer af velli
46 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
46 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
45 Hálfleikur
Breiðablik með þægilega 3:0-forystu í hálfleik eftir þrjú mörk á 10 mínútna kafla.
45
Tvær mínútur í uppbótartíma.
44 Bjarni Aðalsteinsson (KA) á skot framhjá
Aukaspyrna Bjarna endar framhjá markinu.
43 Valgeir Valgeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Brýtur á Viðari og fær gult spjald. KA-menn eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.
41 MARK! Tobias Thomsen (Breiðablik) skorar
3:0 - Tobias bætir við þriðja marki Blika. Óli Valur með góða fyrirgjöf beint á kollinn á Tobias sem skallar boltann í netið.
39 Breiðablik fær hornspyrnu
37 KA fær hornspyrnu
35 KA fær hornspyrnu
34 MARK! Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) skorar úr víti
2:0 - Höskuldur tvöfaldar forystu Breiðabliks. Sendir Steinþór í vitlaust horn.
33 Ívar Örn Árnason (KA) fær gult spjald
33 Breiðablik fær víti
Blikar fá víti. Ívar Örn brýtur á Valgeiri í teignum og Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, bendir á punktinn.
31 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
1:0 - Breiðablik tekur forystuna. Valgeir með fyrirgjöf sem Hans Viktor stangar inn í sitt eigið net, sjálfsmark.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
31 Tobias Thomsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Færi! Höskuldur með frábæra sendingu inn fyrir á Tobias sem á skot sem Steinþór ver.
28 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Beint á Steinþór í marki KA.
27 Tobias Thomsen (Breiðablik) á skot framhjá
Óli Valur með fastan bolta fyrir markið á Tobias sem á skot framhjá. Daninn að gera sig líklegan á fyrstu mínútunum.
22
Það er búið að lægja töluvert og sólin er meira að segja byrjuð að láta sjá sig.
19
Hrannar er sestur í grasið og er að fá aðhlynningu.
12 Tobias Thomsen (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann rétt utan teigs og á síðan skot rétt framhjá markinu.
10 Hans Viktor Guðmundsson (KA) á skalla sem er varinn
Horn Ingimars finnur Hans sem á fínan skalla en Anton ver vel.
9 KA fær hornspyrnu
KA-menn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
5 Viðar Örn Kjartansson (KA) á skot sem er varið
Dauðafæri! Viðar sleppur einn í gegn en Anton Ari í marki Breiðabliks sér við honum.
4 Tobias Thomsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Fyrsta tilraun leiksins. Viktor með fyrirgjöf á Tobias sem á laust skot beint á Steinþór.
1 Leikur hafinn
Þetta er komið af stað í Kópavoginum. Breiðablik byrjar með boltann.
0
Liðin ganga nú inn á Kópavogsvöll og styttist í að leikurinn hefjist.
0
Breiðablik varð meistari meistaranna árið 2023 eftir 3:2-sigur gegn Víkingum hér á Kópavogsvelli.
0
Það eru ekki bestu aðstæður fyrir fótbolta í dag. Það er mjög hvasst og er ekki hægt að búast við frábærum fótbolta.
0
Það eru þrír nýir leikmenn í byrjunarliði Breiðabliks í dag. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen hafa allir gengið til liðs við Blika í vetur og byrja í dag.
0
Breiðablik valtaði yfir KA, 5:0, þegar liðin mættust í deildabikarnum fyrr í vetur.
0
Víkingur er ríkjandi meistari meistaranna eftir sigur gegn Val í vítakeppni á síðasta ári.
0
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn er liðið lagði Víking, 3:0, í lokaumferð deildarinnar. KA varð bikarmeistari eftir að hafa betur gegn Víkingi, 2:0, í úrslitunum.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og KA mætast í hinum árlega leik í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki. Það eru Íslands- og bikarmeistararnir frá 2024 sem eigast við og í húfi er veglegur bikar sem fer á loft í leikslok.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Valgeir Valgeirsson, Arnór Gauti Jónsson, Viktor Örn Margeirsson, Gabríel Snær Hallsson (Andri Rafn Yeoman 62). Miðja: Höskuldur Gunnlaugsson, Anton Logi Lúðvíksson (Ágúst Orri Þorsteinsson 46), Viktor Karl Einarsson (Ásgeir Helgi Orrason 46). Sókn: Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen (Dagur Örn Fjeldsted 71), Aron Bjarnason (Kristinn Steindórsson 46).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Daniel Obbekjær, Kristinn Steindórsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Dagur Örn Fjeldsted, Ásgeir Helgi Orrason, Andri Rafn Yeoman.

KA: (3-5-2) Mark: Steinþór Már Auðunsson. Vörn: Markús Máni Pétursson, Hans Viktor Guðmundsson, Ívar Örn Árnason. Miðja: Hrannar Björn Steingrímsson (Jakob Snær Árnason 74), Dagur Ingi Valsson (Snorri Kristinsson 83), Rodrigo Gomes (Andri Fannar Stefánsson 74), Bjarni Aðalsteinsson, Ingimar Torbjörnsson Stöle. Sókn: Ásgeir Sigurgeirsson, Viðar Örn Kjartansson (Hallgrímur Mar Steingrímsson 66).
Varamenn: Jóhann Mikael Ingólfsson (M), Kári Gautason, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Andri Fannar Stefánsson, Snorri Kristinsson, Jakob Snær Árnason, Gabriel Lukas Freitas Meira.

Skot: Breiðablik 16 (11) - KA 7 (5)
Horn: KA 5 - Breiðablik 7.

Lýsandi: Hafliði Hafþórsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
30. mars 2025 16:15

Aðstæður:

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert