Fjögur mörk og tvö rauð spjöld á KR

Hans Viktor Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir KA en hann …
Hans Viktor Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir KA en hann skoraði og átti stóran þátt í fyrra marki liðsins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og KR skildu jöfn, 2:2, í fyrstu um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á velli KA-manna á Ak­ur­eyri í dag.

Leik­ur­inn byrjaði fjör­ug­lega og KR náði for­yst­unni strax á 10. mín­útu þegar Luke Rae fékk send­ingu frá Atla Sig­ur­jóns­syni inn fyr­ir vörn KA og vippaði bolt­an­um yfir Steinþór Má Auðuns­son í mark­inu, 0:1.

Þetta kveikti í KA-mönn­um og Ásgeir Sig­ur­geirs­son jafnaði fyr­ir KA á 24. mín­útu. Hans Vikt­or Guðmunds­son sendi þá bolt­ann inn í víta­teig KR þar sem Bjarni Aðal­steins­son stýrði hon­um með brjóst­kass­an­um á Ásgeir sem sendi hann í hægra hornið, 1:1.

KA komst síðan yfir á 32. mín­útu þegar Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son tók horn­spyrnu frá vinstri. Ásgeir skallaði bolt­ann áfram inn í markteig­inn þar sem Hans Vikt­or skoraði með skalla, 2:1 fyr­ir KA.

En KR-ing­ar náðu að jafna með glæsi­legu marki fyr­ir hlé því á 43. mín­útu fékk Jó­hann­es Krist­inn Bjarna­son bolt­ann frá Finni Tóm­asi Pálma­syni og skaut fal­legu skoti af 20 metra færi efst í vinstra mark­hornið, 2:2.

Tals­vert hægðist á leikn­um í síðari hálfleik, mikið um klaufa­send­ing­ar og ekki mikið að ger­ast. Þreyta var sjá­an­leg á leik­mönn­um þegar á leið.

Jó­hann­es var nærri því að koma KR yfir á 64. mín­útu þegar hann átti lag­legt skot í inn­an­verða stöng­ina á marki KA.

KR-ing­ar urðu fyr­ir áfalli á 88. mín­útu þegar Aron Sig­urðar­son, fyr­irliði þeirra, fékk rauða spjaldið fyr­ir að slá til Andra Fann­ars Stef­áns­son­ar, miðju­manns KA.

Ekki nóg með það því Hjalti Sig­urðsson, varn­ar­maður KR, fékk sitt annað gula spjald og þar með það rauða í upp­bót­ar­tím­an­um og Vest­ur­bæ­ing­ar luku því leikn­um með níu leik­menn gegn ell­efu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

KA 2:2 KR opna loka
skorar Ásgeir Sigurgeirsson (24. mín.)
skorar Hans Viktor Guðmundsson (32. mín.)
Mörk
skorar Luke Rae (10. mín.)
skorar Jóhannes Kristinn Bjarnason (43. mín.)
fær gult spjald Ásgeir Sigurgeirsson (28. mín.)
fær gult spjald Dagur Ingi Valsson (42. mín.)
fær gult spjald Hans Viktor Guðmundsson (57. mín.)
fær gult spjald Rodrigo Gomes (67. mín.)
fær gult spjald Hrannar Björn Steingrímsson (82. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Hjalti Sigurðsson (44. mín.)
fær gult spjald Aron Þórður Albertsson (53. mín.)
fær gult spjald Atli Sigurjónsson (76. mín.)
fær gult spjald Ástbjörn Þórðarson (85. mín.)
fær gult spjald Guðmundur Andri Tryggvason (87. mín.)
fær rautt spjald Aron Sigurðarson (88. mín.)
fær rautt spjald Hjalti Sigurðsson (95. mín.)
mín.
97 Leik lokið
Leik lokið og allt jafnt
95 Hjalti Sigurðsson (KR) fær rautt spjald
Hjalti fær seinni gula og sára fáir KR-ingar eftir
94 Kristófer Orri Pétursson (KR) kemur inn á
Í hans stað kemur Kristófer Orri
94 Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) fer af velli
Eiður gat ekki haldið áfram og honum er skipt
92
Hann Eiður lá og hann beðinn að víkja af vellinum í smá og gestir tvemur færri
91 KA fær hornspyrnu
KA menn fá hornspyrnu
90
6 mínútur til viðbótar.
88 Aron Sigurðarson (KR) fær rautt spjald
RAUTT, Aron Sig lemur Andra Fannar og er þetta fullverðskuldað
87 Guðmundur Andri Tryggvason (KR) fær gult spjald
Fær spjald fyrir leiktöf og leiðindi
85 Ástbjörn Þórðarson (KR) fær gult spjald
Svei mér þá, Ástbjörn rétt mættur á völlinn og strax búin að fá sér spjald
83 Guðjón Ernir Hrafnkelsson (KA) kemur inn á
Guðjón Ernir kemur inn
83 Andri Fannar Stefánsson (KA) kemur inn á
Andri kemur inn, ungur og efnilegur drengur
83 Hrannar Björn Steingrímsson (KA) fer af velli
Hrannar kemur með honum
83 Viðar Örn Kjartansson (KA) fer af velli
Viðar kemur út
83 Ástbjörn Þórðarson (KR) kemur inn á
Ástbjörn kemur inn
83 Atli Sigurjónsson (KR) fer af velli
Atli út
82 Hrannar Björn Steingrímsson (KA) fær gult spjald
Hrannar á skelfilega seina tæklingu og var ekkert vit í þessu
79 KA fær hornspyrnu
Af markmanni og útaf. Hornið var ekki notað vel og eekert kom af því
79 Viðar Örn Kjartansson (KA) á skot sem er varið
Viðar fær góðan bolta yfir sig og er allt of lengi að koma frá sér skoti og hann endar í horni
76 Atli Sigurjónsson (KR) fær gult spjald
Atli fær gult eftir fólskulegt brot
74 Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) á skot framhjá
Eiður Gauti á dauða- dauðafæri sem maður myndi halda að allir gætu skorað, en svo var ekki þar sem hann setti boltann vel framhjá
73 Jakob Snær Árnason (KA) kemur inn á
Jakob gengur í stað hans
73 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) fer af velli
Ásgeir fer útaf eftir hörku frammistöðu
73 Guðmundur Andri Tryggvason (KR) á skot sem er varið
Guðmundur hleypur niður vinstri vænginn og setur boltann beint á Steinþór
69 KR fær hornspyrnu
Hjalti keyrir niður hægra megin og vinnur hornspyrnu en Steinþór grípur boltann
69 Guðmundur Andri Tryggvason (KR) kemur inn á
Guðmundur kemur inn í stað hans
69 Luke Rae (KR) fer af velli
Luke víkur af velli eftir ágætis leik
68 Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) á skot yfir
Það kemur flott sending á Jóhannes en hann á slæmt skot beint á markvörð heimamanna
67 Rodrigo Gomes (KA) fær gult spjald
Rodri fær spjald sem KA menn eru alls alls ekki sáttir við
64 Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) á skot í stöng
Jóhannes fær snilldar bolta í gegn og reynir að lauma boltanum í fjær hornið, boltinn hlýðir honum ekki hins vegar og fer bara í stöngina og þaðan beint í fangið á Steinþóri.
59 Bjarni Aðalsteinsson (KA) á skalla yfir
Bjarni fer sjálfur upp völlinn, kemst framhjá tvemur KR-ingum og setur hann síðan út til hægri á Hrannar sem setur hann fyrir aftur á Bjarna sem rétt fram fyrir markið setur boltann hátt og framhjá
57 Hans Viktor Guðmundsson (KA) fær gult spjald
Hans fær spjald eftir hættulegt brot, ekkert hægt að kvarta.
56 Atli Sigurjónsson (KR) á skot sem er varið
Atli fær boltann snöggt úr horninu en skot hans lélegt
56 KR fær hornspyrnu
Atli setur boltann fyrir vinstra megin frá, það fer af varnamanni og útaf.
54 KA fær hornspyrnu
Ásgeir sækir hornspyru og þeir Ívar og Finnur skalla saman. Allt í lagi með þá báða og standa þeir fljótt aftur upp
53 Aron Þórður Albertsson (KR) fær gult spjald
Ný mættur og strax að láta finna fyrir sér Aron fær spjald
51
Aron meiddur eftir að Steinþór hirðir boltann undan honum og skilur hann eftir liggjandi
50 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot sem er varið
Hallgrímur setur Ásgeir í gegn en hann á frekar þrögt og erfitt færi og skot hans nokkuð slakt
49 KA fær hornspyrnu
KA á hornspyrnu en úr henni kemur ekki neitt
48 Atli Sigurjónsson (KR) á skot sem er varið
Atli á svakalega slakt skot, lágt, laust og beint á Steinþór
46 Aron Þórður Albertsson (KR) kemur inn á
Í hans stað kemur Aron Þórður inn
46 Vicente Valor (KR) fer af velli
Vicente kemur útaf
46 Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn koma okkur aftur í gang
45
Það er byrjað að rigna hressilega og verður völlurinn þá vel blautur
45 Hálfleikur
Allt jafnt hér í hálfleik á KA vellinum og mikil spenna í þessu öllu saman. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og fara svektir í klefanna við markið sem þeir fengu á sig
45
Hjalti leggst niður meiddur og leikurinn er stöðvaður.
44 Hjalti Sigurðsson (KR) fær gult spjald
Hjalti fær spjald fyrir tuð en ekkert kemur úr spyrnunni
43 MARK! Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) skorar
2:2 - Jóhannes fær boltann um 20 metra frá marki frá Finni Tómasi Pálmasyni og skorar með glæsilegu skoti yfir Steinþór og upp í vinstra markhornið.
42 Dagur Ingi Valsson (KA) fær gult spjald
Dagur stöðvar hraða sókn hjá KR og kemst þar afleiðandi í bók dómarans. Sá seinni til þess í leiknum.
40 KA fær hornspyrnu
Viðar vinnur aðra hornspyrnu með góða pressu
36 KA fær hornspyrnu
Viðar vinnur boltann hægra megin við teginn, rétt við endalínuna. Hann setur boltann síðan í gegn á Hallgrím sem setur boltann af varnamanni og í horn
34 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot yfir
KA vinnur enn eina hættulega aukaspyrnu rétt út fyrir teig, vinstra megin við, en skot hans Hallgríms fer langt yfir
32 MARK! Hans Viktor Guðmundsson (KA) skorar
2:1 - Hans skorar með skalla eftir hornspyrnu og gerir hann það með miklu öryggi. Spyrnan sjálf hjá Hallgrími Mar var svolítið stutt en Ásgeir Sigurgeirsson skallaði lengra inn í markteiginn þar sem Hans rís hæstur allra og stangar honum inn.
31 KA fær hornspyrnu
Hans á rosalegan bolta sem gestirnir ná rétt að skalla í horn
29
Ásgeir var næstum því sloppinn þegar hann er, að mínu mati, brotið á honum, KA menn eru bálreiðir yfir því að dómarinn flautar ekki
28 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) fær gult spjald
Ásgeir á tæklingu sem dómarinn spjaldar
26 Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) á skot sem er varið
Jóhannes var settur einn í gegn en þrumar boltanum beint á Seinþór
24 MARK! Ásgeir Sigurgeirsson (KA) skorar
1:1 - Hans sendir boltann inn í teig og Bjarni (77) tekur hann á kassann til að sleppa Ásgeiri (11) í gegn sem skorar eftir að skot hans fer í varnamann.
23 Luke Rae (KR) á skot yfir
Luke (17) á skot rétt út fyrir teig heimamanna en það fer lengst yfir
22 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot sem er varið
KA menn sækja aðra aukaspyrnu á hættulegum stað en skot Hallgríms (10) fer í vegginn og ekkert lengra.
20 KA fær hornspyrnu
Ásgeir reynir að koma boltanum inn í teig hægra megin frá en sá bolti fer af KR- ing og útaf
18
Kallað er á sjúkrateimið þar sem hann Rodri (4) sýnist vera meiddur
15 Aron Sigurðarson (KR) á skot yfir
Aron (11) á hressilegt skot rétt út fyrir teig en það fer rétt yfir
14 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot yfir
KA menn eiga aukaspyrnu á hættulegum stað en skot hans Hallgríms (10) fer rétt yfir
13 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) á skot sem er varið
Þvílíkt Færi!!! Hrannar setur gullfallegan bolta í gegn á Ásgeir (11) en hann þrumar boltanum beint á markvörðinn
10 MARK! Luke Rae (KR) skorar
0:1. Ívar Örn fyrirliði KA átti slæma sendingu út úr vörninni, beint á Atla Sigurjónsson. Hann sendi beint á Luke sem var einn gegn Steinþóri markverði og vippaði boltanum yfir hann og í netið.
6 KR (KR) á skot framhjá
KR fær gott færi. Boltinn er sendur inn í átt að teignum en skotið fer framjá. Maðurinn er auk þess dæmdur rangstæður.
2 KA fær hornspyrnu
Heimamenn fá hornspyrnu en ekkert verður úr henni.
1 Leikur hafinn
gestirnir byrja þetta hjá okkur á KA - vellinum. Það verður gaman að sjá hvernig liðin byrja þetta mót.
0
Liðin eru nú kynnt til leiks. Hljóðkerfið á KA-vellinum gæti nú alveg verið betra.
0
Það er ekki eins og það sé 6. apríl í dag. Veðrið er eins og á besta sumardegi. Hitinn fór í 17°C fyrr í dag og miðað við árstíma þá væri ekki hægt að hafa þetta betra.
0
Síðast þegar KR-ingar komu hingað á KA-völlinn þá unnu þeir auðveldan 4:0-sigur.
0
Byrjunarliðin eru komin og ekki mikið sem kemur á óvart.
0
Velkomin með mbl.is á völl KA á Akureyri þar sem bikarmeistararnir 2024 taka á móti KR-ingum í fyrstu umferð Bestu deildar karla.
Sjá meira
Sjá allt

KA: (5-3-2) Mark: Steinþór Már Auðunsson. Vörn: Hrannar Björn Steingrímsson (Andri Fannar Stefánsson 83), Hans Viktor Guðmundsson, Rodrigo Gomes, Ívar Örn Árnason, Ingimar Torbjörnsson Stöle. Miðja: Bjarni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Dagur Ingi Valsson. Sókn: Ásgeir Sigurgeirsson (Jakob Snær Árnason 73), Viðar Örn Kjartansson (Hrannar Björn Steingrímsson 83, Andri Fannar Stefánsson 83).
Varamenn: William Tonning (M), Markús Máni Pétursson, Kári Gautason, Andri Fannar Stefánsson, Mikael Breki Þórðarson, Snorri Kristinsson, Jakob Snær Árnason, Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Dagbjartur Búi Davíðsson.

KR: (4-3-3) Mark: Halldór Snær Georgsson. Vörn: Jóhannes Kristinn Bjarnason, Finnur Tómas Pálmason, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Hjalti Sigurðsson. Miðja: Vicente Valor (Aron Þórður Albertsson 46), Atli Sigurjónsson (Ástbjörn Þórðarson 83), Gabríel Hrannar Eyjólfsson. Sókn: Luke Rae (Guðmundur Andri Tryggvason 69), Eiður Gauti Sæbjörnsson (Kristófer Orri Pétursson 94), Aron Sigurðarson.
Varamenn: Sigurpáll Sören Ingólfsson (M), Alexander Helgi Sigurðarson, Guðmundur Andri Tryggvason, Alexander Rafn Pálmason, Óliver Dagur Thorlacius, Ástbjörn Þórðarson, Kristófer Orri Pétursson, Róbert Elís Hlynsson, Aron Þórður Albertsson.

Skot: KA 9 (6) - KR 12 (7)
Horn: KA 9 - KR 2.

Lýsandi: Sváfnir Ragnarsson
Völlur: Greifavöllurinn Akureyri

Leikur hefst
6. apr. 2025 16:15

Aðstæður:
Rjómablíða. Logn, skýjað og 14°C hiti. Gervigras.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Ragnar Þór Bender og Eðvarð Eðvarðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Vestri 2 1 1 0 2:1 1 4
2 Breiðablik 1 1 0 0 2:0 2 3
3 Víkingur R. 1 1 0 0 2:0 2 3
4 Stjarnan 1 1 0 0 2:1 1 3
5 ÍA 1 1 0 0 1:0 1 3
6 KA 1 0 1 0 2:2 0 1
7 KR 1 0 1 0 2:2 0 1
8 Valur 1 0 1 0 1:1 0 1
9 Fram 1 0 0 1 0:1 -1 0
10 FH 2 0 0 2 1:3 -2 0
11 Afturelding 1 0 0 1 0:2 -2 0
12 ÍBV 1 0 0 1 0:2 -2 0
07.04 Stjarnan 2:1 FH
07.04 Víkingur R. 2:0 ÍBV
06.04 Fram 0:1 ÍA
06.04 KA 2:2 KR
06.04 Valur 1:1 Vestri
05.04 Breiðablik 2:0 Afturelding
13.04 14:00 Vestri 1:0 FH
13.04 17:00 Afturelding : ÍBV
13.04 19:15 Fram : Breiðablik
13.04 19:15 Víkingur R. : KA
14.04 19:15 Stjarnan : ÍA
14.04 19:15 KR : Valur
23.04 18:00 Valur : KA
23.04 18:00 FH : KR
23.04 18:00 ÍA : Vestri
23.04 19:15 Breiðablik : Stjarnan
24.04 17:00 ÍBV : Fram
24.04 19:15 Afturelding : Víkingur R.
27.04 14:00 Vestri : Breiðablik
27.04 16:15 KA : FH
27.04 19:15 KR : ÍA
28.04 18:00 Stjarnan : ÍBV
28.04 19:15 Fram : Afturelding
28.04 19:15 Valur : Víkingur R.
04.05 14:00 ÍBV : Vestri
04.05 17:00 ÍA : KA
04.05 19:15 FH : Valur
05.05 19:15 Afturelding : Stjarnan
05.05 19:15 Víkingur R. : Fram
05.05 19:15 Breiðablik : KR
10.05 14:00 Vestri : Afturelding
10.05 17:00 KR : ÍBV
10.05 19:15 Valur : ÍA
11.05 17:30 KA : Breiðablik
11.05 19:15 Víkingur R. : FH
11.05 19:15 Stjarnan : Fram
18.05 14:00 Fram : Vestri
18.05 17:00 ÍBV : KA
18.05 19:15 Afturelding : KR
18.05 19:15 Stjarnan : Víkingur R.
19.05 19:15 Breiðablik : Valur
19.05 19:15 ÍA : FH
24.05 17:00 Valur : ÍBV
24.05 17:00 KA : Afturelding
24.05 19:15 Víkingur R. : ÍA
24.05 19:15 Vestri : Stjarnan
25.05 19:15 FH : Breiðablik
25.05 19:15 KR : Fram
29.05 14:00 Vestri : Víkingur R.
29.05 16:15 ÍBV : FH
29.05 16:15 Fram : KA
29.05 16:15 Breiðablik : ÍA
29.05 16:15 Afturelding : Valur
29.05 19:15 Stjarnan : KR
01.06 14:00 KR : Vestri
01.06 17:00 ÍA : ÍBV
01.06 17:00 KA : Stjarnan
01.06 19:15 Breiðablik : Víkingur R.
01.06 19:15 FH : Afturelding
01.06 19:15 Valur : Fram
15.06 14:00 Vestri : KA
15.06 17:00 ÍBV : Breiðablik
15.06 19:15 Afturelding : ÍA
15.06 19:15 Fram : FH
15.06 19:15 Víkingur R. : KR
16.06 19:15 Stjarnan : Valur
22.06 14:00 FH : Vestri
22.06 19:15 Breiðablik : Fram
22.06 19:15 KA : Víkingur R.
22.06 19:15 ÍA : Stjarnan
23.06 18:00 ÍBV : Afturelding
23.06 19:15 Valur : KR
26.06 19:15 Stjarnan : Breiðablik
28.06 17:00 KA : Valur
29.06 17:00 Vestri : ÍA
29.06 17:00 Fram : ÍBV
29.06 19:15 KR : FH
29.06 19:15 Víkingur R. : Afturelding
03.07 19:15 Afturelding : Breiðablik
05.07 14:00 Vestri : Valur
05.07 14:00 ÍA : Fram
05.07 16:00 ÍBV : Víkingur R.
06.07 16:00 KR : KA
07.07 19:15 FH : Stjarnan
14.07 18:00 ÍBV : Stjarnan
14.07 19:15 Afturelding : Fram
14.07 19:15 ÍA : KR
19.07 14:00 Breiðablik : Vestri
20.07 17:00 FH : KA
20.07 19:15 Víkingur R. : Valur
27.07 14:00 Vestri : ÍBV
27.07 19:15 KR : Breiðablik
27.07 19:15 KA : ÍA
27.07 19:15 Fram : Víkingur R.
27.07 19:15 Valur : FH
28.07 19:15 Stjarnan : Afturelding
02.08 14:00 ÍBV : KR
05.08 19:15 ÍA : Valur
05.08 19:15 FH : Víkingur R.
05.08 19:15 Breiðablik : KA
06.08 18:00 Afturelding : Vestri
06.08 19:15 Fram : Stjarnan
10.08 14:00 KA : ÍBV
10.08 14:00 Vestri : Fram
10.08 19:15 Víkingur R. : Stjarnan
10.08 19:15 Valur : Breiðablik
11.08 19:15 FH : ÍA
11.08 19:15 KR : Afturelding
17.08 14:00 ÍBV : Valur
17.08 14:00 Stjarnan : Vestri
17.08 17:00 Afturelding : KA
17.08 18:00 ÍA : Víkingur R.
17.08 19:15 Breiðablik : FH
18.08 19:15 Fram : KR
24.08 14:00 Víkingur R. : Vestri
24.08 17:00 ÍA : Breiðablik
24.08 17:00 KA : Fram
24.08 18:00 FH : ÍBV
25.08 18:00 KR : Stjarnan
25.08 19:15 Valur : Afturelding
31.08 14:00 Vestri : KR
31.08 14:00 ÍBV : ÍA
31.08 17:00 Afturelding : FH
31.08 17:00 Stjarnan : KA
31.08 19:15 Fram : Valur
31.08 19:15 Víkingur R. : Breiðablik
14.09 14:00 FH : Fram
14.09 14:00 KA : Vestri
14.09 14:00 ÍA : Afturelding
14.09 14:00 Breiðablik : ÍBV
14.09 14:00 Valur : Stjarnan
14.09 14:00 KR : Víkingur R.
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Vestri 2 1 1 0 2:1 1 4
2 Breiðablik 1 1 0 0 2:0 2 3
3 Víkingur R. 1 1 0 0 2:0 2 3
4 Stjarnan 1 1 0 0 2:1 1 3
5 ÍA 1 1 0 0 1:0 1 3
6 KA 1 0 1 0 2:2 0 1
7 KR 1 0 1 0 2:2 0 1
8 Valur 1 0 1 0 1:1 0 1
9 Fram 1 0 0 1 0:1 -1 0
10 FH 2 0 0 2 1:3 -2 0
11 Afturelding 1 0 0 1 0:2 -2 0
12 ÍBV 1 0 0 1 0:2 -2 0
07.04 Stjarnan 2:1 FH
07.04 Víkingur R. 2:0 ÍBV
06.04 Fram 0:1 ÍA
06.04 KA 2:2 KR
06.04 Valur 1:1 Vestri
05.04 Breiðablik 2:0 Afturelding
13.04 14:00 Vestri 1:0 FH
13.04 17:00 Afturelding : ÍBV
13.04 19:15 Fram : Breiðablik
13.04 19:15 Víkingur R. : KA
14.04 19:15 Stjarnan : ÍA
14.04 19:15 KR : Valur
23.04 18:00 Valur : KA
23.04 18:00 FH : KR
23.04 18:00 ÍA : Vestri
23.04 19:15 Breiðablik : Stjarnan
24.04 17:00 ÍBV : Fram
24.04 19:15 Afturelding : Víkingur R.
27.04 14:00 Vestri : Breiðablik
27.04 16:15 KA : FH
27.04 19:15 KR : ÍA
28.04 18:00 Stjarnan : ÍBV
28.04 19:15 Fram : Afturelding
28.04 19:15 Valur : Víkingur R.
04.05 14:00 ÍBV : Vestri
04.05 17:00 ÍA : KA
04.05 19:15 FH : Valur
05.05 19:15 Afturelding : Stjarnan
05.05 19:15 Víkingur R. : Fram
05.05 19:15 Breiðablik : KR
10.05 14:00 Vestri : Afturelding
10.05 17:00 KR : ÍBV
10.05 19:15 Valur : ÍA
11.05 17:30 KA : Breiðablik
11.05 19:15 Víkingur R. : FH
11.05 19:15 Stjarnan : Fram
18.05 14:00 Fram : Vestri
18.05 17:00 ÍBV : KA
18.05 19:15 Afturelding : KR
18.05 19:15 Stjarnan : Víkingur R.
19.05 19:15 Breiðablik : Valur
19.05 19:15 ÍA : FH
24.05 17:00 Valur : ÍBV
24.05 17:00 KA : Afturelding
24.05 19:15 Víkingur R. : ÍA
24.05 19:15 Vestri : Stjarnan
25.05 19:15 FH : Breiðablik
25.05 19:15 KR : Fram
29.05 14:00 Vestri : Víkingur R.
29.05 16:15 ÍBV : FH
29.05 16:15 Fram : KA
29.05 16:15 Breiðablik : ÍA
29.05 16:15 Afturelding : Valur
29.05 19:15 Stjarnan : KR
01.06 14:00 KR : Vestri
01.06 17:00 ÍA : ÍBV
01.06 17:00 KA : Stjarnan
01.06 19:15 Breiðablik : Víkingur R.
01.06 19:15 FH : Afturelding
01.06 19:15 Valur : Fram
15.06 14:00 Vestri : KA
15.06 17:00 ÍBV : Breiðablik
15.06 19:15 Afturelding : ÍA
15.06 19:15 Fram : FH
15.06 19:15 Víkingur R. : KR
16.06 19:15 Stjarnan : Valur
22.06 14:00 FH : Vestri
22.06 19:15 Breiðablik : Fram
22.06 19:15 KA : Víkingur R.
22.06 19:15 ÍA : Stjarnan
23.06 18:00 ÍBV : Afturelding
23.06 19:15 Valur : KR
26.06 19:15 Stjarnan : Breiðablik
28.06 17:00 KA : Valur
29.06 17:00 Vestri : ÍA
29.06 17:00 Fram : ÍBV
29.06 19:15 KR : FH
29.06 19:15 Víkingur R. : Afturelding
03.07 19:15 Afturelding : Breiðablik
05.07 14:00 Vestri : Valur
05.07 14:00 ÍA : Fram
05.07 16:00 ÍBV : Víkingur R.
06.07 16:00 KR : KA
07.07 19:15 FH : Stjarnan
14.07 18:00 ÍBV : Stjarnan
14.07 19:15 Afturelding : Fram
14.07 19:15 ÍA : KR
19.07 14:00 Breiðablik : Vestri
20.07 17:00 FH : KA
20.07 19:15 Víkingur R. : Valur
27.07 14:00 Vestri : ÍBV
27.07 19:15 KR : Breiðablik
27.07 19:15 KA : ÍA
27.07 19:15 Fram : Víkingur R.
27.07 19:15 Valur : FH
28.07 19:15 Stjarnan : Afturelding
02.08 14:00 ÍBV : KR
05.08 19:15 ÍA : Valur
05.08 19:15 FH : Víkingur R.
05.08 19:15 Breiðablik : KA
06.08 18:00 Afturelding : Vestri
06.08 19:15 Fram : Stjarnan
10.08 14:00 KA : ÍBV
10.08 14:00 Vestri : Fram
10.08 19:15 Víkingur R. : Stjarnan
10.08 19:15 Valur : Breiðablik
11.08 19:15 FH : ÍA
11.08 19:15 KR : Afturelding
17.08 14:00 ÍBV : Valur
17.08 14:00 Stjarnan : Vestri
17.08 17:00 Afturelding : KA
17.08 18:00 ÍA : Víkingur R.
17.08 19:15 Breiðablik : FH
18.08 19:15 Fram : KR
24.08 14:00 Víkingur R. : Vestri
24.08 17:00 ÍA : Breiðablik
24.08 17:00 KA : Fram
24.08 18:00 FH : ÍBV
25.08 18:00 KR : Stjarnan
25.08 19:15 Valur : Afturelding
31.08 14:00 Vestri : KR
31.08 14:00 ÍBV : ÍA
31.08 17:00 Afturelding : FH
31.08 17:00 Stjarnan : KA
31.08 19:15 Fram : Valur
31.08 19:15 Víkingur R. : Breiðablik
14.09 14:00 FH : Fram
14.09 14:00 KA : Vestri
14.09 14:00 ÍA : Afturelding
14.09 14:00 Breiðablik : ÍBV
14.09 14:00 Valur : Stjarnan
14.09 14:00 KR : Víkingur R.
urslit.net
Fleira áhugavert