Umsjón:

Víðir Sigurðsson

Íslenski boltinn í beinni

23:55

Breiðablik á toppnum - átta lið komin áfram í bikar

Þá er dagskránni lokið í kvöld en við fylgdumst með ellefu leikjum hér á mbl.is. Valur, Fylkir, Fram, Þór, ÍBV, KV og Hamar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Í Pepsi-deild kvenna komst Breiðablik í efsta sætið með 7 stig, jafnmörg og Valur og Þór/KA, en Stjarnan og FH eru með 6 stig í næstu sætum.
Annað kvöld eru átta bikarleikir á dagskránni, m.a. KR - FH, og Íslenski boltinn í beinni verður á sínum stað. Takk fyrir í kvöld, góða nótt.

23:32

Ruth: Til þess að vinna Stjörnuna þarf maður að eiga mjög góðan dag

Ruth Þórðar átti fínan leik í baráttuglöðu Fylkisliði gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en lokatölur urðu 0:3. Stjörnukonur þurftu virkilega að hafa fyrir því að brjóta vörn Fylkis á bak aftur.

22:03

Kelly: Stelpurnar voru að finna mig betur

Hin bandaríska Maegan Kelly átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í Pepsi-deild kvenna í kvöld en Kelly gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Fylki, lokatölur 3:0. Stjörnukonur komu sér með sigrinum í þriðja sætið og hafa sex stig eftir þrjá leiki. Nýliðar Fylkis eru áfram með fjögur stig og sitja í sjötta sæti eftir leiki þriðju umferðar.

21:34

Risasigur Blika og Stjarnan lagði Fylki

Breiðablik skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk í kvöld þegar liðið rótburstaði FH í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Fífunni.

21:22

Úrslitin í bikarnum í kvöld

17.30 Fram - KA 1:0 LEIK LOKIÐ
Alexander Már Þorláksson 67.
18.00 ÍBV - Haukar 3:0 LEIK LOKIÐ
Brynjar Gauti Guðjónsson 14., Víðir Þorvarðarson 40., 77.
18.00 Sindri - KV 0:2 LEIK LOKIÐ
??? 3., Gunnar Helgi Steindórsson 56.
19.00 ÍH - Þór 1:5 LEIK LOKIÐ
Sindri Örn Steinarsson 16. -- Sveinn Elías Jónsson 3. 90., Kristinn Þór Björnsson 38., 90., Þórður Birgisson 78.
19.15 Víðir - Valur 0:1 LEIK LOKIÐ
Indriði Áki Þorláksson 81.
19.15 Fylkir - Njarðvík 3:1 LEIK LOKIÐ
Ragnar Bragi Sveinsson 62., Elís Rafn Björnsson 66., Magnús Otti Benediktsson 73. -- Jón Tómas Rúnarsson 13.
19.15 Hamar - KF 3:2 LEIK LOKIÐ
Ingþór Björgvinsson 53., Samúel Arnar Kjartansson 55., 71. -- sjálfsmark 65., Edin Beslija 88.

21:18

Valur og Fylkir í vandræðum - Hamar áfram

Valsmenn og Fylkismenn lentu í miklum vandræðum með mótherja sína úr 2. og 3. deild í 32ja liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld en náðu þó að knýja fram sigra. Hamar úr Hveragerði, sem leikur í 3. deild, er líka kominn í 16-liða úrslitin.

21:14

Hamar - KF 3:2, leik lokið

Hamarsmenn úr 3. deild sigra 2. deildarlið KF og eru komnir í 16-liða úrslitin í þriðja skipti í sögu félagsins.

21:12

Afturelding - Selfoss 0:3, leik lokið

Öruggur sigur Selfyssinga í Mosfellsbæ.

21:12

Leikjum lokið í Pepsi-deild kvenna

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:

19.15 Afturelding - Selfoss, 0:3

19.15 Breiðablik - FH, 13:0

19.15 Stjarnan - Fylkir, 3:0

19.15 ÍA - Valur, 0:3

21:10

Fylkir - Njarðvík 3:1, leik lokið

Búið í Árbænum þar sem Fylkir var lengi vel undir, 0:1, gegn 2. deildarliðinu en tryggði sér sigur með þremur mörkum um miðjan síðari hálfleik.

21:09

Víðir - Valur 0:1, leik lokið

Valsmenn merja sigur á 3. deildarliðinu suður í Garði. Flott frammistaða Víðisstrákanna.

21:08

Hamar - KF 3:2, Edin Beslija 88.

Norðanmenn ekki búnir að gefast upp á Grýluvelli

21:05

Valsmenn hræddir?

@Ingimundur4 Valsarar greynilega hræddir við Víðismenn. Setja Mads Nielsen inná á 85 mínútu. 1-0 #aldreimark

21:04

Vítaspyrna í súginn og sjálfsmark

@SaraSigurdard FH brenndu af víti í stöðunni 12-0 og skora svo sjálfsmark nokkrum mínútum seinna. Nokkuð lýsandi fyrir leikinn hér í kvöld

21:03

Staðan í bikarleikjunum

17.30 Fram - KA 1:0 LEIK LOKIÐ
Alexander Már Þorláksson 67.
18.00 ÍBV - Haukar 3:0 LEIK LOKIÐ
Brynjar Gauti Guðjónsson 14., Víðir Þorvarðarson 40., 77.
18.00 Sindri - KV 0:2 LEIK LOKIÐ
??? 3., Gunnar Helgi Steindórsson 56.
19.00 ÍH - Þór 1:2 LEIK LOKIÐ
Sindri Örn Steinarsson 16. -- Sveinn Elías Jónsson 3. 90., Kristinn Þór Björnsson 38., 90., Þórður Birgisson 78.
19.15 Víðir - Valur 0:1
Indriði Áki Þorláksson 81.
19.15 Fylkir - Njarðvík 3:1
Ragnar Bragi Sveinsson 62., Elís Rafn Björnsson 66., Magnús Otti Benediktsson 73. -- Jón Tómas Rúnarsson 13.
19.15 Hamar - KF 3:1
Ingþór Björgvinsson 53., Samúel Arnar Kjartansson 55., 71. -- sjálfsmark 65.

21:03

Breiðablik - FH, 13:0, Ana Victoria Cate, sjálfsmark, 79

21:01

Víðir - Valur 0:1, Indriði Áki Þorláksson 81.

Valsmenn hafa loksins náð að brjóta ísinn gegn 3. deildarliði Víðis í Garðinum.

21:00

Stjarnan - Fylkir, 3:0, Maegan Kelly 88

Maegan Kelly skorar eftir frábæran undirbúning frá Hörpu Þorsteinsdóttur. Fékk boltann inni í teig, tók við honum og skoraði slá og inn. Frábær síðari hálfleikur hjá Stjörnkonum.

20:59

Þór í basli með ÍH en vann þó 5:1

Þórsarar lentu í miklu basli með 3. deildarlið ÍH úr Hafnarfirði þegar liðin mættust á Ásvöllum í 32ja liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld.

20:57

Hamar - KF 3:1, Samúel Arnar Kjartansson 71.

En nú skoruðu Hvergerðingar í rétt mark og Samúel með sitt annað í kvöld.