England hefur leik á EM í dag þegar það mætir Frakklandi klukkan 16.00.
Reiknað er með að hitinn verði um 30 gráður þegar leikurinn hefst á Donbass-vellinum í Donetsk en Roy Hodgson, þjálfari Englands, ætlar ekki að nota það né nokkuð annað sem afsökun fyrir slæmu gengi.
„Aðstæður verða eins fyrir bæði lið,“ sagði Hodgson á fyrsta blaðamannafundi sínum á stórmóti.
„Þetta er risastór leikur, bæði fyrir mig og liðið. Leikmennirnir eru klárir og virkilega spenntir fyrir leiknum. Það eru forréttindi fyrir mig að fá að sitja á bekknum og stýra þessum hópi,“ sagði Roy Hodgson.