Spánn og Frakkland mætast í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta en stórlið Spánar þarf að endurskrifa sögubækurnar ætli liðið í undanúrslit mótsins.
Staðreyndin er nefnilega sú að Spánn hefur aldrei unnið mótsleik gegn Frakklandi og tapaði síðast fyrir Frökkum í átta liða úrslitum HM 2006 í Þýskalandi.
Taka verður þó fram að Frakkar hafa ekki lent í Spánar-vélinni eftir að hún fór að malla almennilega. Spánn hefur aðeins tapað samtals einum leik í undankeppni eða á stórmóti síðan Frakkar hentu þeim úr leik á HM 2006.
Spánverjar fóru taplausir í gegnum undankeppni EM 2008 og HM 2010 og stóðu uppi sem sigurvegarar á báðum mótunum. Eina liðið sem unnið hefur mótsleik gegn Spáni undanfarin fimm ár er Sviss sem vann óvæntan sigur í riðlakeppni HM fyrir tveimur árum.
„Það telja allir okkur sigurstranglegasta því við unnum EM fyrir fjórum árum og HM fyrir tveimur árum. En það er bara þannig að Frakklandi hefur alltaf verið betra en Spánn í alvöru leikjum þannig við verðum að reyna endurskrifa söguna,“ segir Vicente Del Bosque, þjálfari Spánar.